Ný íslensk brettamynd í bíó 29. júlí 2008 06:00 Pétri finnst ótrúlega gaman að gera brettamyndir. Getting There, ný íslensk snjóbrettamynd, verður sýnd klukkan sex í Laugarásbíói í dag. Pétur Kristján Guðmundsson stendur að myndinni. „Ég fór út í nóvember á síðasta ári með félaga mínum sem hafði farið aðeins áður. Ég fór út með kameruna mína og snjóbrettið mitt. Svo voru tveir sem Addi (Arnþór Tryggvason) var búinn að kynnast þarna, Finni og Norðmaður sem heita Juhana Pirnes og Torgeir Norkild. Við fjórir urðum alveg geðveikt góðir vinir og tókum upp brettamynd. Það verður gerð önnur held ég, mér finnst þetta svo gaman, ég get ekki hætt þessu. Þótt þetta sé alveg ógeðslega mikil vinna, sérstaklega að klippa. Mikið af kaffi." Pétur hefur stundað snjóbretti í tíu ár. „Ég var alveg fastur frá fyrsta degi. Svo þegar snjórinn hætti að koma á Íslandi þá flutti ég út." Pétur hefur ekki gert kvikmynd áður, en er með sveinspróf í húsasmíði. „Ég gerði bara smá vídeó fyrir um þremur árum. Það var bara til gamans gert en þessi var stærri, betri og skemmtilegri." Er einhver sérstök tækni við að taka svona upp? „Það er bara eitthvað sem maður lærir. Ég hef ekki farið í neitt nám út af þessu. Eftir því sem þú gerir meira þá sérðu að þú verður að hafa gott hugmyndaflug. Skot getur verið ömurlegt frá einu sjónarhorni en geðveikt frá öðru. Ég er að pæla að fara kannski í eitthvað nám, en ég veit það ekki." Frítt er inn á sýninguna. Einnig verður sýnd ný Burton-mynd. - kbs Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Getting There, ný íslensk snjóbrettamynd, verður sýnd klukkan sex í Laugarásbíói í dag. Pétur Kristján Guðmundsson stendur að myndinni. „Ég fór út í nóvember á síðasta ári með félaga mínum sem hafði farið aðeins áður. Ég fór út með kameruna mína og snjóbrettið mitt. Svo voru tveir sem Addi (Arnþór Tryggvason) var búinn að kynnast þarna, Finni og Norðmaður sem heita Juhana Pirnes og Torgeir Norkild. Við fjórir urðum alveg geðveikt góðir vinir og tókum upp brettamynd. Það verður gerð önnur held ég, mér finnst þetta svo gaman, ég get ekki hætt þessu. Þótt þetta sé alveg ógeðslega mikil vinna, sérstaklega að klippa. Mikið af kaffi." Pétur hefur stundað snjóbretti í tíu ár. „Ég var alveg fastur frá fyrsta degi. Svo þegar snjórinn hætti að koma á Íslandi þá flutti ég út." Pétur hefur ekki gert kvikmynd áður, en er með sveinspróf í húsasmíði. „Ég gerði bara smá vídeó fyrir um þremur árum. Það var bara til gamans gert en þessi var stærri, betri og skemmtilegri." Er einhver sérstök tækni við að taka svona upp? „Það er bara eitthvað sem maður lærir. Ég hef ekki farið í neitt nám út af þessu. Eftir því sem þú gerir meira þá sérðu að þú verður að hafa gott hugmyndaflug. Skot getur verið ömurlegt frá einu sjónarhorni en geðveikt frá öðru. Ég er að pæla að fara kannski í eitthvað nám, en ég veit það ekki." Frítt er inn á sýninguna. Einnig verður sýnd ný Burton-mynd. - kbs
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira