Heimstúr Madonnu hefst á morgun 22. ágúst 2008 20:45 Madonna í kvikmyndahátíð í Traverse City í Michiganfylki 2. ágúst. MYND/AFP Söngkonan Madonna undirbýr sig þessa dagana undir tónleikaferð um heiminn sem hefst á morgun á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Madonna sem varð fimmtug fyrir rúmri viku mun koma fram á 16 tónleikum í Evrópu, þar á meðal á Wembley í London, áður en hún færir sig yfir til Norður- og Suður-Ameríku. Madonna fór síðast í tónleikaferð um heiminn fyrir tveimur árum og mun kvenkyns listamaður aldrei hafa þénað jafn mikið á tónleikaferð líkt og hún gerði þá. Umfang tækja, tóla og fylgdarliðs Madonnu er heldur mikið. Með í för eru tvö svið, fjölmargir búningar, 69 gítarar, 12 trampólín og margt margt fleira. Einkaþjálfari og nuddari söngkonunnar eru hluti af starfsliðinu. Hljómsveit Madonnu í þetta sinn er 12 manna og þá verða 16 dansarar með í för. Talsmaður Cardiffborgar segir að öll hótel sé yfirfull vegna tónleikanna á morgun. Í nágrannabæjarfélögunum Caerphilly, Newport og Bridged eru einnig margt um manninn. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Söngkonan Madonna undirbýr sig þessa dagana undir tónleikaferð um heiminn sem hefst á morgun á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Madonna sem varð fimmtug fyrir rúmri viku mun koma fram á 16 tónleikum í Evrópu, þar á meðal á Wembley í London, áður en hún færir sig yfir til Norður- og Suður-Ameríku. Madonna fór síðast í tónleikaferð um heiminn fyrir tveimur árum og mun kvenkyns listamaður aldrei hafa þénað jafn mikið á tónleikaferð líkt og hún gerði þá. Umfang tækja, tóla og fylgdarliðs Madonnu er heldur mikið. Með í för eru tvö svið, fjölmargir búningar, 69 gítarar, 12 trampólín og margt margt fleira. Einkaþjálfari og nuddari söngkonunnar eru hluti af starfsliðinu. Hljómsveit Madonnu í þetta sinn er 12 manna og þá verða 16 dansarar með í för. Talsmaður Cardiffborgar segir að öll hótel sé yfirfull vegna tónleikanna á morgun. Í nágrannabæjarfélögunum Caerphilly, Newport og Bridged eru einnig margt um manninn.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira