Nagli Benedikts til Svíþjóðar 18. júlí 2008 06:00 Stuttmyndin Naglinn hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama. Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljómandi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana," segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum myndarinnar og tónlistarkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leysast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl," segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildarmyndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heimildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljómandi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana," segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum myndarinnar og tónlistarkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leysast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl," segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildarmyndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heimildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira