Andy Murray sló út Nadal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2008 09:27 Murray fagnar sætum sigri á Nadal. Nordic Photos / AFP Bretar hafa loksins eignast almennilega stjörnu í tennisheiminum. Skotinn Andy Murray bar í gær sigur úr býtum gegn Rafael Nadal frá Spáni í undanúrslitum opna bandaríska meistaramótins. Viðureignin hófst reyndar á laugardaginn en henni varð að fresta vegna óveðurs í þriðja setti. Murray hafði þá komið Nadal, sem er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, í opna skjöldu og unnið fyrstu tvö settin, 6-2 og 7-6. Nadal hafði forystu, 3-2, í þriðja settinu þegar viðureigninni var frestað og náði að halda henni áfram í gærkvöldi. Nadal vann settið með sex stigum gegn fjórum. Murray lét þó ekki slá sig út af laginu og náði undirtökunum á ný þó svo að Nadal hefði unnið uppgjöf af honum í upphafi settsins. Murray fagnaði að lokum sigri með því að vinna settið 6-4. Bretar hafa ekki átt sigurvegara á risamóti í tennis síðan að Fred Perry vann opna bandaríska meistaramótið árið 1936. Murray hefur þegar tryggt sér fjórða sætið á heimslistanum sem er það besta sem annar breti, Tin Henman náði. Greg Rusedski komst í úrslit á opna bandaríska árið 1997 en Murray hefur nú þegar sýnt að það býr meira í honum en í hinum báðum þar sem Nadal hefur verið nánast óstöðvandi þetta árið. Meira að segja Roger Federer hefur þurft að játa sig sigraðan, til að mynda á opna franska og Wimbledon-mótinu. En Murray mun einmitt mæta hinum særða Federer í úrslitum sem getur með sigri í kvöld (klukkan 21.00, væntanlega á Eurosport) unnið sinn fimmta titil í röð á opna bandaríska. Erlendar Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Bretar hafa loksins eignast almennilega stjörnu í tennisheiminum. Skotinn Andy Murray bar í gær sigur úr býtum gegn Rafael Nadal frá Spáni í undanúrslitum opna bandaríska meistaramótins. Viðureignin hófst reyndar á laugardaginn en henni varð að fresta vegna óveðurs í þriðja setti. Murray hafði þá komið Nadal, sem er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, í opna skjöldu og unnið fyrstu tvö settin, 6-2 og 7-6. Nadal hafði forystu, 3-2, í þriðja settinu þegar viðureigninni var frestað og náði að halda henni áfram í gærkvöldi. Nadal vann settið með sex stigum gegn fjórum. Murray lét þó ekki slá sig út af laginu og náði undirtökunum á ný þó svo að Nadal hefði unnið uppgjöf af honum í upphafi settsins. Murray fagnaði að lokum sigri með því að vinna settið 6-4. Bretar hafa ekki átt sigurvegara á risamóti í tennis síðan að Fred Perry vann opna bandaríska meistaramótið árið 1936. Murray hefur þegar tryggt sér fjórða sætið á heimslistanum sem er það besta sem annar breti, Tin Henman náði. Greg Rusedski komst í úrslit á opna bandaríska árið 1997 en Murray hefur nú þegar sýnt að það býr meira í honum en í hinum báðum þar sem Nadal hefur verið nánast óstöðvandi þetta árið. Meira að segja Roger Federer hefur þurft að játa sig sigraðan, til að mynda á opna franska og Wimbledon-mótinu. En Murray mun einmitt mæta hinum særða Federer í úrslitum sem getur með sigri í kvöld (klukkan 21.00, væntanlega á Eurosport) unnið sinn fimmta titil í röð á opna bandaríska.
Erlendar Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira