Manchester United Evrópumeistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2008 17:39 Leikmenn Manchester United fagna sigrinum eftir að Van der Sar varði frá Nicolas Anelka. Nordic Photos / AFP Manchester United varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli og ekkert mark var skorað í framlengingu. Markaskorari United, Cristiano Ronaldo, misnotaði sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni og gat John Terry tryggt Chelsea sigur úr síðustu spyrnu Chelsea. Hann hins vegar rann til í bleytunni og setti boltann framhjá. Í annarri umferð bráðabana vítaspyrnukeppninnar varði Edwin van der Sar frá Nicolas Anelka og tryggði þar með United sigurinn í keppninni. Cristiano Ronaldo kom United yfir með glæsilegum skalla eftir sendingu Wes Brown á 26. mínútu leiksins en það var Frank Lampard sem jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Chelsea var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en leikmönnum liðsins tókst ekki að skora þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir. Leikurinn var því framlengdur. Bæði lið fengu frábært marktækifæri í upphafi framlengingarinnar en augljóst var að taugarnar voru þandar til hins ítrasta undir lok hennar. Þá fékk Didier Drogba að líta rauða spjaldið fyrir að ýta við Nemanja Vidic. Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni eftir hádramatískan úrslitaleik sem var hin besta skemmtun. Leikmenn United fagna marki Ronaldo.Nordic Photos / AFP Leikurinn fór eðlilega nokkuð rólega af stað en það voru þó United sem voru örlítið betri á upphafsmínútunum. Ronaldo skapaði fyrsta færi leiksins eftir um stundarfjórðung er hann gaf háa fyrirgjöf frá vinstri en Owen Hargreaves rétt missti af boltanum. Skömmu síðar lenti Paul Scholes og Claude Makelele saman er þeir börðust um lausan bolta með þeim afleiðingum að Scholes lá blóðugur í andliti á vellinum. Báðir fengu að líta gula spjaldið fyrir atvikið. Það var svo á 26. mínútu að fyrsta mark leiksins fæddist. Wes Brown og Scholes léku glæsilega sín á milli við hliðarlínuna sem lauk með því að Brown náði að losa sig í nægan tíma til að gefa háa sendingu inn á teig Chelsea þar sem Cristiano Ronaldo skallaði knöttinn glæsilega í netið. Þetta var 42. mark Cristiano Ronaldo í öllum keppnum með Manchester United í vetur. Leikmenn Chelsea fagna marki Lampard.Nordic Photos / AFP Á 33. mínútu fékk Chelsea sitt fyrsta góða færi í leiknum. Didier Drogba skallaði sendingu Frank Lampard fyrir mark United þar sem Michael Ballack og Rio Ferdinand áttust við. Boltinn fór af Ferdinand og hárfínt yfir mark United. Í næstu sókn átti United þunga sókn þar sem Petr Cech varði tvívegis vel og forðaði því að United kæmist tveimur mörkum yfir í leiknum. Frank Lampard vann svo boltann á miðjunni þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Boltinn barst frá honum á Michael Essien sem lét vaða að marki. Nemanja Vidic varð fyrir skotinu og af honum fór boltinn beint fyrir fætur Lampard sem kom hlaupandi inn í teiginn og skoraði örugglega. Chelsea fór mun betur af stað í síðari hálfleik og komst snemma tvívegis í gott skotfæri. Í bæði skiptin geiguðu skotin. Drogba átti svo glæsilegt skot á 78. mínútu rétt utan vítateigs en boltinn hafnaði í stönginni. Didier Drogba fékk að líta rauða spjaldið undir lok framlengingarinnar.Nordic Photos / AFP Framlengingin byrjaði með látum en Frank Lampard átti skot úr erfiðri stöðu sem hafnaði í sláni og mátti afar litlu muna að boltinn hefði hafnað í netinu. Skotið kom eftir laglega sókn Chelsea þar sem að Ballack var óeigingjarn og lagði upp færið fyrir Lampard í stað þess að skjóta sjálfur. Á 101. mínútu fékk United sitt besta færi síðan í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma. Patrice Evra tók frábæran sprett í gegnum vörn Chelsea en lagði boltann út á varamanninn Ryan Giggs. Hann var í góðu skotfæri, lét vaða að marki en John Terry varði glæsilega nánast á marklínu. Leikmenn þreyttust mjög eftir því sem á leið leikinn og varð um leið þolinmæðin minni. Þegar um fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fóru Terry og Tevez að hnakkrífast um smávægilegt atriði og leikmenn beggja liða tóku þátt í kjölfarið. Það lauk með því að Didier Drogba fékk rauða spjaldið fyrir að ýta við Vidic. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og því ekkert annað að gera en að láta úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni. Gangur vítaspyrnukeppninnar: Manchester United byrjaði. 2-1 Carlos Tevez skoraði. 2-2 Michael Ballack skoraði. 3-2 Michael Carrick skoraði. 3-3 Juliano Belletti skoraði.Cristiano Ronaldo lét Petr Cech verja frá sér. 3-4 Frank Lampard skoraði. 4-4 Owen Hargreaves skoraði. 4-5 Ashley Cole skoraði. 5-5 Nani skoraði.John Terry rann í bleytunni og hitti ekki markið. Bráðabani: 6-5 Anderson skoraði. 6-6 Salomon Kalou skoraði. 7-6 Ryan Giggs skoraði.Nicolas Anelka lét Edwin van der Sar verja frá sér. Leikmenn United fagna eftir að Van der Sar varði frá Anelka.Nordic Photos / AFP Byrjunarliðin: Manchester United (4-4-2): Edwin van der Sar; Wes Brown (120. Anderson), Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra; Owen Hargreaves, Paul Scholes (87. Giggs), Michael Carrick, Cristiano Ronaldo; Wayne Rooney (101. Nani), Carlos Tevez. Varamenn: Tomasz Kuzczak, Anderson, Ryan Giggs, Nani, John O'Shea, Darren Fletcher, Mikael Silvestre. Chelsea (4-3-3): Petr Cech; Michael Essien, Ricardo Carvalho, John Terry, Ashley Cole; Michael Ballack, Claude Makelele (120. Belletti), Frank Lampard; Joe Cole (99. Anelka), Didier Drogba, Florent Malouda (92. Kalou). Varamenn: Carlo Cudicini, Andrei Shevchenko, John Obi Mikel, Salomon Kalou, Alex, Juliano Belletti, Nicolas Anelka. Nokkrir molar um leikinn: Í ár er hálf öld liðin frá flugslysinu í München og minnast margir stuðningsmenn Manchester United þess. Þá eru 40 ár liðin síðan liðið varð fyrst Evrópumeistari, eftir 4-1 sigur á Benfica á Wembley. Á þessum degi fyrir 37 árum vann Chelsea sinn fyrsta Evrópumeistaratitil er liðið vann sigur á Real Madrid í Evrópukeppni bikarhafa. Þá má einnig geta þess að þetta er í þriðja sinn sem lið frá sama landinu mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Í bæði skiptin hefur liðið sem varð neðar í deildarkeppninni í viðkomandi landi unnið Meistaradeildina. AC Milan gerði það eftir sigur á Juventus árið 2003 og Real Madrid sömuleiðis eftir sigur á Valencia árið 2000. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Giggs: Betra en 1999 Ryan Giggs var einn fárra leikmanna United sem var í liðinu sem varð Evrópumeistari árið 1999. Hann sagði sigurinn í kvöld vera sætari. 21. maí 2008 22:37 Ferguson: Erfitt val á milli Hargreaves og Park Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði skömmu fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea í Meistardeild Evrópu að það hefði verið erfitt að velja á milli Owen Hargreaves og Ji-Sung Park. 21. maí 2008 18:36 Dropinn dýr í Moskvu Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. 21. maí 2008 16:31 Ferguson: Áttum þetta skilið Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að sínir menn hefðu átt sigurinn skilið í kvöld. 21. maí 2008 22:02 Cole verður væntanlega klár í kvöld Ashley Cole verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla á æfingu liðsins í gærkvöld. Cole varð fyrir harðri tæklingu frá Claude Makelele, sem baðst innilega afsökunar á atvikinu. 21. maí 2008 11:30 Essien hélt með United árið 1999 Michael Essien mun eflaust upplifa stóran draum í kvöld þegar hann mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liði sínu Chelsea. Essien hoppaði hæð sína af gleði þegar uppáhaldsliðið hans United vann keppnina á dramatískan hátt árið 1999. 21. maí 2008 13:35 Svartamarkaðsbrask með miða á Meistaradeildarleikinn Þótt fyrir löngu sé orðið uppselt á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í fótbolta sem fram fer annað kvöld í Moskvu er enn hægt að fá miða á svartamarkaðinum í borginni. 20. maí 2008 07:38 John Terry mun ná sér Félagar John Terry í enska landsliðinu eru á því að varnarmaðurinn muni ná sér eftir áfallið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær þar sem hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði geta fært Chelsea Evrópumeistaratitilinn. 22. maí 2008 12:07 Ronaldo vill engu lofa Cristiano Ronaldo vill ekki gefa nein loforð út um framtíð sína hjá Manchester United og hefur með því kveikt enn á ný í orðrómum um að hann muni fara frá félaginu. 22. maí 2008 11:32 Drogba: Dómararnir biðja mig um að standa í lappirnar Didier Drogba segir að dómarar virðist hafa áhyggjur af því orðspori hans sem leikara, því þeir ræði við hann og biðji hann að forðast leikaraskap fyrir leiki Chelsea. 21. maí 2008 12:47 Lampard: Við stjórnuðum leiknum Frank Lampard sagði örlögin hefðu verið félaga sínum John Terry grimm í kvöld. 21. maí 2008 22:10 Carragher tippar á Chelsea Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool giskar á að það verði Chelsea sem vinni sigur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 21. maí 2008 16:00 Giggs bætti leikjametið í kvöld Ryan Giggs kom inn á sem varamaður í úrslitaleik Manchester United og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í kvöld og bætti þar með leikjamet Bobby Charlton hjá United. 21. maí 2008 18:20 Ferguson vill vinna fleiri Evróputitla Sir Alex Ferguson segir að hans menn í Manchester United hafi alla burði til að verja titil sinn í Meistaradeildinni, því liðið geti bætt sig á næsta ári. 22. maí 2008 11:51 Rooney: Við verðum að sækja Wayne Rooney segir mikilvægt að hans menn í Manchester United haldi sig við leikstílinn sem færði þeim enska meistaratitilinn í kvöld þegar þeir mæta Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu. 21. maí 2008 11:01 Maradona heldur með United í kvöld Argentínska goðsögnin Diego Maradona ætlar að halda með Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Það er aðallega vegna vináttubanda hans við Carlos Tevez, leikmann United. 21. maí 2008 14:15 Tók Terry vítið sem Drogba átti að taka? Líklegt verður að teljast að Didier Drogba hafði átt að taka vítið sem John Terry endaði með að misnota í vítaspyrnukeppninni í kvöld. 21. maí 2008 22:14 Ronaldo var orðlaus Cristiano Ronaldo sagðist vera orðlaus eftir sigur sinna manna í Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 21. maí 2008 22:27 Dómarinn ræður miklu um úrslit leiksins Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir dómarann eiga eftir að ráða miklu um útkomu úrslitaleiksins í Meistaradeildinni milli Manchester United og Chelsea í kvöld. 21. maí 2008 13:29 Van der Sar sá fimmti elsti Edwin van der Sar verður í kvöld fimmti elsti leikmaðurinn sem hefur komið við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og Evrópukeppni meistaraliða á undan henni. 21. maí 2008 18:25 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Manchester United varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli og ekkert mark var skorað í framlengingu. Markaskorari United, Cristiano Ronaldo, misnotaði sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni og gat John Terry tryggt Chelsea sigur úr síðustu spyrnu Chelsea. Hann hins vegar rann til í bleytunni og setti boltann framhjá. Í annarri umferð bráðabana vítaspyrnukeppninnar varði Edwin van der Sar frá Nicolas Anelka og tryggði þar með United sigurinn í keppninni. Cristiano Ronaldo kom United yfir með glæsilegum skalla eftir sendingu Wes Brown á 26. mínútu leiksins en það var Frank Lampard sem jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Chelsea var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en leikmönnum liðsins tókst ekki að skora þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir. Leikurinn var því framlengdur. Bæði lið fengu frábært marktækifæri í upphafi framlengingarinnar en augljóst var að taugarnar voru þandar til hins ítrasta undir lok hennar. Þá fékk Didier Drogba að líta rauða spjaldið fyrir að ýta við Nemanja Vidic. Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni eftir hádramatískan úrslitaleik sem var hin besta skemmtun. Leikmenn United fagna marki Ronaldo.Nordic Photos / AFP Leikurinn fór eðlilega nokkuð rólega af stað en það voru þó United sem voru örlítið betri á upphafsmínútunum. Ronaldo skapaði fyrsta færi leiksins eftir um stundarfjórðung er hann gaf háa fyrirgjöf frá vinstri en Owen Hargreaves rétt missti af boltanum. Skömmu síðar lenti Paul Scholes og Claude Makelele saman er þeir börðust um lausan bolta með þeim afleiðingum að Scholes lá blóðugur í andliti á vellinum. Báðir fengu að líta gula spjaldið fyrir atvikið. Það var svo á 26. mínútu að fyrsta mark leiksins fæddist. Wes Brown og Scholes léku glæsilega sín á milli við hliðarlínuna sem lauk með því að Brown náði að losa sig í nægan tíma til að gefa háa sendingu inn á teig Chelsea þar sem Cristiano Ronaldo skallaði knöttinn glæsilega í netið. Þetta var 42. mark Cristiano Ronaldo í öllum keppnum með Manchester United í vetur. Leikmenn Chelsea fagna marki Lampard.Nordic Photos / AFP Á 33. mínútu fékk Chelsea sitt fyrsta góða færi í leiknum. Didier Drogba skallaði sendingu Frank Lampard fyrir mark United þar sem Michael Ballack og Rio Ferdinand áttust við. Boltinn fór af Ferdinand og hárfínt yfir mark United. Í næstu sókn átti United þunga sókn þar sem Petr Cech varði tvívegis vel og forðaði því að United kæmist tveimur mörkum yfir í leiknum. Frank Lampard vann svo boltann á miðjunni þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Boltinn barst frá honum á Michael Essien sem lét vaða að marki. Nemanja Vidic varð fyrir skotinu og af honum fór boltinn beint fyrir fætur Lampard sem kom hlaupandi inn í teiginn og skoraði örugglega. Chelsea fór mun betur af stað í síðari hálfleik og komst snemma tvívegis í gott skotfæri. Í bæði skiptin geiguðu skotin. Drogba átti svo glæsilegt skot á 78. mínútu rétt utan vítateigs en boltinn hafnaði í stönginni. Didier Drogba fékk að líta rauða spjaldið undir lok framlengingarinnar.Nordic Photos / AFP Framlengingin byrjaði með látum en Frank Lampard átti skot úr erfiðri stöðu sem hafnaði í sláni og mátti afar litlu muna að boltinn hefði hafnað í netinu. Skotið kom eftir laglega sókn Chelsea þar sem að Ballack var óeigingjarn og lagði upp færið fyrir Lampard í stað þess að skjóta sjálfur. Á 101. mínútu fékk United sitt besta færi síðan í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma. Patrice Evra tók frábæran sprett í gegnum vörn Chelsea en lagði boltann út á varamanninn Ryan Giggs. Hann var í góðu skotfæri, lét vaða að marki en John Terry varði glæsilega nánast á marklínu. Leikmenn þreyttust mjög eftir því sem á leið leikinn og varð um leið þolinmæðin minni. Þegar um fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fóru Terry og Tevez að hnakkrífast um smávægilegt atriði og leikmenn beggja liða tóku þátt í kjölfarið. Það lauk með því að Didier Drogba fékk rauða spjaldið fyrir að ýta við Vidic. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og því ekkert annað að gera en að láta úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni. Gangur vítaspyrnukeppninnar: Manchester United byrjaði. 2-1 Carlos Tevez skoraði. 2-2 Michael Ballack skoraði. 3-2 Michael Carrick skoraði. 3-3 Juliano Belletti skoraði.Cristiano Ronaldo lét Petr Cech verja frá sér. 3-4 Frank Lampard skoraði. 4-4 Owen Hargreaves skoraði. 4-5 Ashley Cole skoraði. 5-5 Nani skoraði.John Terry rann í bleytunni og hitti ekki markið. Bráðabani: 6-5 Anderson skoraði. 6-6 Salomon Kalou skoraði. 7-6 Ryan Giggs skoraði.Nicolas Anelka lét Edwin van der Sar verja frá sér. Leikmenn United fagna eftir að Van der Sar varði frá Anelka.Nordic Photos / AFP Byrjunarliðin: Manchester United (4-4-2): Edwin van der Sar; Wes Brown (120. Anderson), Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra; Owen Hargreaves, Paul Scholes (87. Giggs), Michael Carrick, Cristiano Ronaldo; Wayne Rooney (101. Nani), Carlos Tevez. Varamenn: Tomasz Kuzczak, Anderson, Ryan Giggs, Nani, John O'Shea, Darren Fletcher, Mikael Silvestre. Chelsea (4-3-3): Petr Cech; Michael Essien, Ricardo Carvalho, John Terry, Ashley Cole; Michael Ballack, Claude Makelele (120. Belletti), Frank Lampard; Joe Cole (99. Anelka), Didier Drogba, Florent Malouda (92. Kalou). Varamenn: Carlo Cudicini, Andrei Shevchenko, John Obi Mikel, Salomon Kalou, Alex, Juliano Belletti, Nicolas Anelka. Nokkrir molar um leikinn: Í ár er hálf öld liðin frá flugslysinu í München og minnast margir stuðningsmenn Manchester United þess. Þá eru 40 ár liðin síðan liðið varð fyrst Evrópumeistari, eftir 4-1 sigur á Benfica á Wembley. Á þessum degi fyrir 37 árum vann Chelsea sinn fyrsta Evrópumeistaratitil er liðið vann sigur á Real Madrid í Evrópukeppni bikarhafa. Þá má einnig geta þess að þetta er í þriðja sinn sem lið frá sama landinu mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Í bæði skiptin hefur liðið sem varð neðar í deildarkeppninni í viðkomandi landi unnið Meistaradeildina. AC Milan gerði það eftir sigur á Juventus árið 2003 og Real Madrid sömuleiðis eftir sigur á Valencia árið 2000.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Giggs: Betra en 1999 Ryan Giggs var einn fárra leikmanna United sem var í liðinu sem varð Evrópumeistari árið 1999. Hann sagði sigurinn í kvöld vera sætari. 21. maí 2008 22:37 Ferguson: Erfitt val á milli Hargreaves og Park Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði skömmu fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea í Meistardeild Evrópu að það hefði verið erfitt að velja á milli Owen Hargreaves og Ji-Sung Park. 21. maí 2008 18:36 Dropinn dýr í Moskvu Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. 21. maí 2008 16:31 Ferguson: Áttum þetta skilið Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að sínir menn hefðu átt sigurinn skilið í kvöld. 21. maí 2008 22:02 Cole verður væntanlega klár í kvöld Ashley Cole verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla á æfingu liðsins í gærkvöld. Cole varð fyrir harðri tæklingu frá Claude Makelele, sem baðst innilega afsökunar á atvikinu. 21. maí 2008 11:30 Essien hélt með United árið 1999 Michael Essien mun eflaust upplifa stóran draum í kvöld þegar hann mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liði sínu Chelsea. Essien hoppaði hæð sína af gleði þegar uppáhaldsliðið hans United vann keppnina á dramatískan hátt árið 1999. 21. maí 2008 13:35 Svartamarkaðsbrask með miða á Meistaradeildarleikinn Þótt fyrir löngu sé orðið uppselt á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í fótbolta sem fram fer annað kvöld í Moskvu er enn hægt að fá miða á svartamarkaðinum í borginni. 20. maí 2008 07:38 John Terry mun ná sér Félagar John Terry í enska landsliðinu eru á því að varnarmaðurinn muni ná sér eftir áfallið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær þar sem hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði geta fært Chelsea Evrópumeistaratitilinn. 22. maí 2008 12:07 Ronaldo vill engu lofa Cristiano Ronaldo vill ekki gefa nein loforð út um framtíð sína hjá Manchester United og hefur með því kveikt enn á ný í orðrómum um að hann muni fara frá félaginu. 22. maí 2008 11:32 Drogba: Dómararnir biðja mig um að standa í lappirnar Didier Drogba segir að dómarar virðist hafa áhyggjur af því orðspori hans sem leikara, því þeir ræði við hann og biðji hann að forðast leikaraskap fyrir leiki Chelsea. 21. maí 2008 12:47 Lampard: Við stjórnuðum leiknum Frank Lampard sagði örlögin hefðu verið félaga sínum John Terry grimm í kvöld. 21. maí 2008 22:10 Carragher tippar á Chelsea Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool giskar á að það verði Chelsea sem vinni sigur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 21. maí 2008 16:00 Giggs bætti leikjametið í kvöld Ryan Giggs kom inn á sem varamaður í úrslitaleik Manchester United og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í kvöld og bætti þar með leikjamet Bobby Charlton hjá United. 21. maí 2008 18:20 Ferguson vill vinna fleiri Evróputitla Sir Alex Ferguson segir að hans menn í Manchester United hafi alla burði til að verja titil sinn í Meistaradeildinni, því liðið geti bætt sig á næsta ári. 22. maí 2008 11:51 Rooney: Við verðum að sækja Wayne Rooney segir mikilvægt að hans menn í Manchester United haldi sig við leikstílinn sem færði þeim enska meistaratitilinn í kvöld þegar þeir mæta Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu. 21. maí 2008 11:01 Maradona heldur með United í kvöld Argentínska goðsögnin Diego Maradona ætlar að halda með Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Það er aðallega vegna vináttubanda hans við Carlos Tevez, leikmann United. 21. maí 2008 14:15 Tók Terry vítið sem Drogba átti að taka? Líklegt verður að teljast að Didier Drogba hafði átt að taka vítið sem John Terry endaði með að misnota í vítaspyrnukeppninni í kvöld. 21. maí 2008 22:14 Ronaldo var orðlaus Cristiano Ronaldo sagðist vera orðlaus eftir sigur sinna manna í Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 21. maí 2008 22:27 Dómarinn ræður miklu um úrslit leiksins Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir dómarann eiga eftir að ráða miklu um útkomu úrslitaleiksins í Meistaradeildinni milli Manchester United og Chelsea í kvöld. 21. maí 2008 13:29 Van der Sar sá fimmti elsti Edwin van der Sar verður í kvöld fimmti elsti leikmaðurinn sem hefur komið við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og Evrópukeppni meistaraliða á undan henni. 21. maí 2008 18:25 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Giggs: Betra en 1999 Ryan Giggs var einn fárra leikmanna United sem var í liðinu sem varð Evrópumeistari árið 1999. Hann sagði sigurinn í kvöld vera sætari. 21. maí 2008 22:37
Ferguson: Erfitt val á milli Hargreaves og Park Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði skömmu fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea í Meistardeild Evrópu að það hefði verið erfitt að velja á milli Owen Hargreaves og Ji-Sung Park. 21. maí 2008 18:36
Dropinn dýr í Moskvu Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. 21. maí 2008 16:31
Ferguson: Áttum þetta skilið Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að sínir menn hefðu átt sigurinn skilið í kvöld. 21. maí 2008 22:02
Cole verður væntanlega klár í kvöld Ashley Cole verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla á æfingu liðsins í gærkvöld. Cole varð fyrir harðri tæklingu frá Claude Makelele, sem baðst innilega afsökunar á atvikinu. 21. maí 2008 11:30
Essien hélt með United árið 1999 Michael Essien mun eflaust upplifa stóran draum í kvöld þegar hann mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liði sínu Chelsea. Essien hoppaði hæð sína af gleði þegar uppáhaldsliðið hans United vann keppnina á dramatískan hátt árið 1999. 21. maí 2008 13:35
Svartamarkaðsbrask með miða á Meistaradeildarleikinn Þótt fyrir löngu sé orðið uppselt á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í fótbolta sem fram fer annað kvöld í Moskvu er enn hægt að fá miða á svartamarkaðinum í borginni. 20. maí 2008 07:38
John Terry mun ná sér Félagar John Terry í enska landsliðinu eru á því að varnarmaðurinn muni ná sér eftir áfallið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær þar sem hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði geta fært Chelsea Evrópumeistaratitilinn. 22. maí 2008 12:07
Ronaldo vill engu lofa Cristiano Ronaldo vill ekki gefa nein loforð út um framtíð sína hjá Manchester United og hefur með því kveikt enn á ný í orðrómum um að hann muni fara frá félaginu. 22. maí 2008 11:32
Drogba: Dómararnir biðja mig um að standa í lappirnar Didier Drogba segir að dómarar virðist hafa áhyggjur af því orðspori hans sem leikara, því þeir ræði við hann og biðji hann að forðast leikaraskap fyrir leiki Chelsea. 21. maí 2008 12:47
Lampard: Við stjórnuðum leiknum Frank Lampard sagði örlögin hefðu verið félaga sínum John Terry grimm í kvöld. 21. maí 2008 22:10
Carragher tippar á Chelsea Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool giskar á að það verði Chelsea sem vinni sigur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 21. maí 2008 16:00
Giggs bætti leikjametið í kvöld Ryan Giggs kom inn á sem varamaður í úrslitaleik Manchester United og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í kvöld og bætti þar með leikjamet Bobby Charlton hjá United. 21. maí 2008 18:20
Ferguson vill vinna fleiri Evróputitla Sir Alex Ferguson segir að hans menn í Manchester United hafi alla burði til að verja titil sinn í Meistaradeildinni, því liðið geti bætt sig á næsta ári. 22. maí 2008 11:51
Rooney: Við verðum að sækja Wayne Rooney segir mikilvægt að hans menn í Manchester United haldi sig við leikstílinn sem færði þeim enska meistaratitilinn í kvöld þegar þeir mæta Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu. 21. maí 2008 11:01
Maradona heldur með United í kvöld Argentínska goðsögnin Diego Maradona ætlar að halda með Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Það er aðallega vegna vináttubanda hans við Carlos Tevez, leikmann United. 21. maí 2008 14:15
Tók Terry vítið sem Drogba átti að taka? Líklegt verður að teljast að Didier Drogba hafði átt að taka vítið sem John Terry endaði með að misnota í vítaspyrnukeppninni í kvöld. 21. maí 2008 22:14
Ronaldo var orðlaus Cristiano Ronaldo sagðist vera orðlaus eftir sigur sinna manna í Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 21. maí 2008 22:27
Dómarinn ræður miklu um úrslit leiksins Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir dómarann eiga eftir að ráða miklu um útkomu úrslitaleiksins í Meistaradeildinni milli Manchester United og Chelsea í kvöld. 21. maí 2008 13:29
Van der Sar sá fimmti elsti Edwin van der Sar verður í kvöld fimmti elsti leikmaðurinn sem hefur komið við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og Evrópukeppni meistaraliða á undan henni. 21. maí 2008 18:25