Nýjasta mynd írska leikarans Liam Neeson 18. desember 2008 04:15 Nýjasta mynd írska leikarans nefnist Taken og er spennumynd af bestu gerð. nordicphotos/getty Liam Neeson hefur átt farsælan feril í kvikmyndabransanum og starfað með leikstjórum á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese og George Lucas. Nýjasta mynd hans er tryllirinn Taken sem verður frumsýndur á morgun. Liam Neeson er ekki þekktastur fyrir að leika í spennumyndum en honum þykir engu að síður hafa tekist vel upp í Taken. Þar leikur hann föður unglingsstúlku sem lendir í klóm misindismanna og þarf hann að nota alla þekkingu sína sem fyrrverandi leyniþjónustumaður til að bjarga henni. Með önnur hlutverk fara Maggie Grace og Famke Janssen, sem er líklega þekktust fyrir X-Men-myndirnar. Annar handritshöfundanna er Frakkinn Luc Besson, leikstjóri The Big Blue, Nikita, Leon og The Fifth Element. Taken fær 7,9 af 10 á Imdb.com. Liam Neeson fæddist á NorðurÍrlandi árið 1952 og var eini strákurinn í hópi fjögurra systkina. Hann steig fyrst á svið í skólaleikriti þegar hann var ellefu ára og eftir það var hann duglegur að leika meðfram skólagöngunni. Einnig æfði hann hnefaleika og varð unglingameistari í þungavigt á Írlandi þrjú ár í röð. Eftir stutta háskólagöngu vann hann hin ýmsu störf, þar á meðal á lyftara í Guinness-verksmiðju og sem vörubílstjóri. Smám saman fór leiklistin að eiga hug hans allan og 1977 flutti hann til Dublin og gekk til liðs við leikhópinn Abbey Theatre. Þremur árum síðar kom leikstjórinn John Boorman auga á hann og bauð honum hlutverk í Excalibur. Í framhaldinu flutti Neeson til London og lék árið 1984 á móti Mel Gibson og Anthony Hopkins í The Bounty. Þremur árum síðar flutti Neeson enn á ný, nú til Hollywood í leit að frekari frægð og frama. Spennumyndin Darkman varð fyrst til að vekja á honum athygli og í kjölfarið fékk hann aðalhlutverkið í Spielberg-myndinni Schindler"s List, sem hlaut sjö Óskarsverðlaun. Neeson var einnig tilnefndur en tapaði fyrir Tom Hanks sem átti stórleik í Philadelpia. Neeson hafði þegar þarna var komið sögu fest sig í sessi sem virtur Hollywood-leikari og hefur hann á undanförnum árum leikið í myndum á borð við Rob Roy, Kinsey, Gangs of New York, Star Wars Episode 1: The Phantom Menace og Batman Begins. Fram undan hjá þessum hávaxna leikara (193 cm) er svo aðalhlutverkið í Lincoln sem er byggð á ævi forsetans Abraham Lincoln. Hittir hann þar aftur fyrir félaga sinn Steven Spielberg sem kom honum á kortið á sínum tíma. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Liam Neeson hefur átt farsælan feril í kvikmyndabransanum og starfað með leikstjórum á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese og George Lucas. Nýjasta mynd hans er tryllirinn Taken sem verður frumsýndur á morgun. Liam Neeson er ekki þekktastur fyrir að leika í spennumyndum en honum þykir engu að síður hafa tekist vel upp í Taken. Þar leikur hann föður unglingsstúlku sem lendir í klóm misindismanna og þarf hann að nota alla þekkingu sína sem fyrrverandi leyniþjónustumaður til að bjarga henni. Með önnur hlutverk fara Maggie Grace og Famke Janssen, sem er líklega þekktust fyrir X-Men-myndirnar. Annar handritshöfundanna er Frakkinn Luc Besson, leikstjóri The Big Blue, Nikita, Leon og The Fifth Element. Taken fær 7,9 af 10 á Imdb.com. Liam Neeson fæddist á NorðurÍrlandi árið 1952 og var eini strákurinn í hópi fjögurra systkina. Hann steig fyrst á svið í skólaleikriti þegar hann var ellefu ára og eftir það var hann duglegur að leika meðfram skólagöngunni. Einnig æfði hann hnefaleika og varð unglingameistari í þungavigt á Írlandi þrjú ár í röð. Eftir stutta háskólagöngu vann hann hin ýmsu störf, þar á meðal á lyftara í Guinness-verksmiðju og sem vörubílstjóri. Smám saman fór leiklistin að eiga hug hans allan og 1977 flutti hann til Dublin og gekk til liðs við leikhópinn Abbey Theatre. Þremur árum síðar kom leikstjórinn John Boorman auga á hann og bauð honum hlutverk í Excalibur. Í framhaldinu flutti Neeson til London og lék árið 1984 á móti Mel Gibson og Anthony Hopkins í The Bounty. Þremur árum síðar flutti Neeson enn á ný, nú til Hollywood í leit að frekari frægð og frama. Spennumyndin Darkman varð fyrst til að vekja á honum athygli og í kjölfarið fékk hann aðalhlutverkið í Spielberg-myndinni Schindler"s List, sem hlaut sjö Óskarsverðlaun. Neeson var einnig tilnefndur en tapaði fyrir Tom Hanks sem átti stórleik í Philadelpia. Neeson hafði þegar þarna var komið sögu fest sig í sessi sem virtur Hollywood-leikari og hefur hann á undanförnum árum leikið í myndum á borð við Rob Roy, Kinsey, Gangs of New York, Star Wars Episode 1: The Phantom Menace og Batman Begins. Fram undan hjá þessum hávaxna leikara (193 cm) er svo aðalhlutverkið í Lincoln sem er byggð á ævi forsetans Abraham Lincoln. Hittir hann þar aftur fyrir félaga sinn Steven Spielberg sem kom honum á kortið á sínum tíma. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira