Tónlistarhátíð fyrir unglinga 22. ágúst 2008 06:00 Steinar undirbýr þessa dagana tónlistarhátíðina Iceland Music Festival sem verður haldin í september. Tónlistarhátíðin Iceland Music Festival 2008 verður haldin í fyrsta sinn á Tunglinu um miðjan september. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ultra Mega Technobandið Stefán, Sometime, Sesar A, Kicks!, Dabbi T, The Nellies og Dagstraumur. Maðurinn á bak við hátíðina er hinn sextán ára Steinar Jónsson, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða útgáfufyrirtækis MediStream Records. „Mig langaði að halda eitthvað skemmtilegt festival," segir Steinar um hátíðina. „Þeir sem voru í kringum mig vildu geta farið á Iceland Airwaves en þar er átján ára aldurstakmark. Þannig að ég vildi halda þessa hátíð svo krakkar yfir þrettán ára gætu fengið þessa Airwaves-upplifun," segir hann. Technobandið verður á meðal þeirra sem troða upp á tónlistarhátíðinni. Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi og sér Steinar alfarið um hann sjálfur. Vonast hann til að fimmtán hljómsveitir komi fram á hátíðinni og er helmingurinn þegar búinn að staðfesta komu sína. Leit stendur einnig yfir að fersku elektró-bandi sem fær þann heiður að opna hátíðina og geta áhugasamir sent umsókn á netfangið contact@mediastreamrecords.com. Hvað varðar MediaStream Records þá er Steinar þegar búinn að semja við Haffa Haff, Sesar A, Daniel Alvin og Dabba T og vonast til að bæta fleiri skjólstæðingum í sarpinn. „Þetta er mjög gaman. Maður er kominn með svolítið aukavald. Ég er búinn að gera hitt og þetta áður og gaf til dæmis út Dabba T-plötuna. Maður er farinn að þekkja allt þetta fólk," segir hann. - fb Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Music Festival 2008 verður haldin í fyrsta sinn á Tunglinu um miðjan september. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ultra Mega Technobandið Stefán, Sometime, Sesar A, Kicks!, Dabbi T, The Nellies og Dagstraumur. Maðurinn á bak við hátíðina er hinn sextán ára Steinar Jónsson, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða útgáfufyrirtækis MediStream Records. „Mig langaði að halda eitthvað skemmtilegt festival," segir Steinar um hátíðina. „Þeir sem voru í kringum mig vildu geta farið á Iceland Airwaves en þar er átján ára aldurstakmark. Þannig að ég vildi halda þessa hátíð svo krakkar yfir þrettán ára gætu fengið þessa Airwaves-upplifun," segir hann. Technobandið verður á meðal þeirra sem troða upp á tónlistarhátíðinni. Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi og sér Steinar alfarið um hann sjálfur. Vonast hann til að fimmtán hljómsveitir komi fram á hátíðinni og er helmingurinn þegar búinn að staðfesta komu sína. Leit stendur einnig yfir að fersku elektró-bandi sem fær þann heiður að opna hátíðina og geta áhugasamir sent umsókn á netfangið contact@mediastreamrecords.com. Hvað varðar MediaStream Records þá er Steinar þegar búinn að semja við Haffa Haff, Sesar A, Daniel Alvin og Dabba T og vonast til að bæta fleiri skjólstæðingum í sarpinn. „Þetta er mjög gaman. Maður er kominn með svolítið aukavald. Ég er búinn að gera hitt og þetta áður og gaf til dæmis út Dabba T-plötuna. Maður er farinn að þekkja allt þetta fólk," segir hann. - fb
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira