Bryndís á afmælistónleikum 11. desember 2008 07:45 Bryndís Ásmundsdóttir heldur uppá afmæli með tónleikum í kvöld. Í kvöld mun leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir halda tónleika á DOMO í tilefni afmælis síns. Bryndís steig sín fyrstu spor á sviði í Íslensku óperunni tólf ára að aldri í hlutverki Soffíu í Litla sótaranum í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þaðan lá leiðin í leikhópinn Gamanleikhúsið, sem stofnaður var af Magnúsi Geir Þórðarsyni, þar sem hún lék m.a. í sýningunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Gúmmí Tarzan og Línu langsokk. Eftir stutta viðdvöl í Söngskólanum í Reykjavík ákvað Bryndís að helga sig djass- og blússöng. Aðeins sautján ára kynntist hún Guðmundi Steingrímssyni - Papa Jazz - og félögum og hóf að syngja með þeim á öldurhúsum bæjarins, en 19 ára fór hún ásamt Papa Jazz og Mr. Ragtime Bob Darch í hljómleikaferðalag um Bandaríkin að syngja á Ragtime Jazz Festval. Í kjölfarið lék hún hlutverk Ragtime Lil í söngleiknum „Ragtime Lil and Banjo Banjo show" í Branson Missouri. Árið 2003 útskrifaðist Bryndís úr Leiklistarskóla Íslands og árið 2006 úr Complete Vocal Technique. Bryndís hefur tekið þátt í þó nokkrum uppfærslum á Broadway í Reykjavík, en meðal þeirra eru Prímadonnushowið, Rolling Stones show, Nína og Geiri, Bó Hall showið og Tina Turner tribute show. Bryndís hefur verið skemmtikraftur og söngkona með nokkrum hljómsveitum í tólf ár. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Janis Joplin ásamt Ilmi Kristjánsdóttur, í uppsetningu Íslensku óperunnar um söngkonuna.- pbb Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Í kvöld mun leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir halda tónleika á DOMO í tilefni afmælis síns. Bryndís steig sín fyrstu spor á sviði í Íslensku óperunni tólf ára að aldri í hlutverki Soffíu í Litla sótaranum í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þaðan lá leiðin í leikhópinn Gamanleikhúsið, sem stofnaður var af Magnúsi Geir Þórðarsyni, þar sem hún lék m.a. í sýningunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Gúmmí Tarzan og Línu langsokk. Eftir stutta viðdvöl í Söngskólanum í Reykjavík ákvað Bryndís að helga sig djass- og blússöng. Aðeins sautján ára kynntist hún Guðmundi Steingrímssyni - Papa Jazz - og félögum og hóf að syngja með þeim á öldurhúsum bæjarins, en 19 ára fór hún ásamt Papa Jazz og Mr. Ragtime Bob Darch í hljómleikaferðalag um Bandaríkin að syngja á Ragtime Jazz Festval. Í kjölfarið lék hún hlutverk Ragtime Lil í söngleiknum „Ragtime Lil and Banjo Banjo show" í Branson Missouri. Árið 2003 útskrifaðist Bryndís úr Leiklistarskóla Íslands og árið 2006 úr Complete Vocal Technique. Bryndís hefur tekið þátt í þó nokkrum uppfærslum á Broadway í Reykjavík, en meðal þeirra eru Prímadonnushowið, Rolling Stones show, Nína og Geiri, Bó Hall showið og Tina Turner tribute show. Bryndís hefur verið skemmtikraftur og söngkona með nokkrum hljómsveitum í tólf ár. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Janis Joplin ásamt Ilmi Kristjánsdóttur, í uppsetningu Íslensku óperunnar um söngkonuna.- pbb
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira