Orðrómur er uppi um að breski grínistinn Ricky Gervais verði kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni næsta vor. Gervais þótti standa sig einkar vel á Emmy-verðlaununum á dögunum þar sem hann kenndi áhorfendum hvernig ætti að taka á móti verðlaunum. Brá hann á leik með gamanleikaranum Steve Carell við mikil hlátrasköll áhorfenda.
Talið er að skipuleggjendur Óskarsins hafi þegar rætt við umboðsmenn Gervais í von um að hann þekkist boðið. Myndi hann þá feta í fótspor þekktra grínista á borð við Billy Crystal, Steve Martin og Ellen Degeneres.
Gervais sem Óskarskynnir
