Stjórnmálamönnum er sjálfrátt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 4. janúar 2008 12:08 Skipan í stöður hins opinbera laut lengst flokkslegum sjónarmiðum. Ráðamenn iðkuðu þann leiða leik að láta flokksskírteinin ráða, hundsuðu reynslu, virtu að vettugi hæfni og létu það duga að nýr starfsmaður hafði rétt tengsl við Flokkinn. Sagan leiðir í ljós að allir stjórnmálaflokkar voru undir sömu sök seldir. Opinber gagnrýni á pólitískar ráðningar var sögð öfund, illvilji eða tuð. Og í andsvörum var lagt í sennu útúrsnúninga og valdhrokanum beitt af fimi. Misbeiting skipunarvalds er ein meginforsendan fyrir vantrú almennings á íslenskum stjórnmálaflokkum. Og því miður virðist frami í stjórnmálahreyfingum fljótt þurrka út skilsmun sóma og skammar. Pólitískt uppeldi flokka villir mönnum fljótt sýn um mikilvægi faglegrar þekkingar og fjölbreyttrar reynslu. Og nú um stundir blandast inn í rökstuðning ráðamanna kyn umsækjanda. Sem betur fer hefur tekist að halda í þá meginreglu að embættismenn eru skipaðir í afmarkaðan tíma þótt valdamenn hafi líka reynt að spilla þeim skilyrðum. Eðli ráðninga leiðir til þess að embættismannastéttin verður hluti af valdatafli stjórnmálamanna. Hópur skjólstæðinga fyrrverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar, kann að reynast fimmta herdeild í húsi Ingibjargar Sólrúnar, svo dæmi sé tekið um misbeitingu valds til að hygla sínum. Og Ingibjörg ætlar að fylgja fordæmi þeirra vopnabræðra. Nýjustu skipanir Árna Mathiesen og Össurar Skarphéðinssonar í jafn ólíkar stöður og héraðsdómara og orkumálastjóra bera þess vitni að á endanum ráði flokksskírteinið hver djobbið fær. Svo samdauna eru þeir félagar orðnir sínum pólitíska vettvangi að þeir skirrast ekki við að beita valdinu til að hygla sínum. Skipan ferðamálastjóra virðist flóknari: þar virðist ráðherrann frekar sækjast eftir þægð en reynslu en skýtur sér á bak við jafnréttið svona til að minna á að hann hikar ekki við að bíta höfuðið af skömminni þegar þess þarf. Gömul Röskvukona skal fá djobbið. Með þessum skipunum áréttar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eðli sitt: þar á bæ halda menn á alræmda braut. Sækir Samfylkingin þar í digra reynslusjóði Alþýðuflokksins í pólitískum bitlingum til handa þeim sem skriðu upp eftir bakinu á flokknum. Um íhaldið þarf ekki að tala: opinber framfærsla á þurfalingum flokksins hefur alla tíð einkennt ráðherraskipanir úr hans röðum. Ráðslagi sem þessu fylgja margir stjórnsýslulegir gallar. Þægð fagaðila við vitleysu í ráðherrum og þrælsótti við hið ósvífna ráðherravald kæfir nauðsynlega opinbera umræðu, ofbeldi flokksvélanna sniðgengur almannahagsmuni og hræðslugæðin setja mark sitt á opinbert líf. Kolómögulegir stjórnendur standa í vegi fyrir framförum í opinberri umsýslu. Og æ sér gjöf til gjalda: sittu, þægur! Sæla valdhafans blindar uns hans eigin flokksmenn verða svo þreyttir á klíkuskapnum að þeir farga frambjóðanda. Og þá er honum fyrirkomið í bitling, sem viðkomandi er jafnvel óhæfur að gegna. Þetta er löng og dapurleg saga sem einkenndi lýðveldið á síðustu öld. Framferði í þeirri ríkisstjórn sem nú situr bendir til að þar á bæ ætli menn af einbeittum brotavilja að halda áfram að troða gömlum samherjum í stöður þá þær losna. Og öllum rökum skal beitt til að réttlæta gjörningana þótt gisin séu og öllum gegnsæ sem vilja greina. Eftir sem áður er skömm þeirra söm. Og vandi okkar viðvarandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skipan í stöður hins opinbera laut lengst flokkslegum sjónarmiðum. Ráðamenn iðkuðu þann leiða leik að láta flokksskírteinin ráða, hundsuðu reynslu, virtu að vettugi hæfni og létu það duga að nýr starfsmaður hafði rétt tengsl við Flokkinn. Sagan leiðir í ljós að allir stjórnmálaflokkar voru undir sömu sök seldir. Opinber gagnrýni á pólitískar ráðningar var sögð öfund, illvilji eða tuð. Og í andsvörum var lagt í sennu útúrsnúninga og valdhrokanum beitt af fimi. Misbeiting skipunarvalds er ein meginforsendan fyrir vantrú almennings á íslenskum stjórnmálaflokkum. Og því miður virðist frami í stjórnmálahreyfingum fljótt þurrka út skilsmun sóma og skammar. Pólitískt uppeldi flokka villir mönnum fljótt sýn um mikilvægi faglegrar þekkingar og fjölbreyttrar reynslu. Og nú um stundir blandast inn í rökstuðning ráðamanna kyn umsækjanda. Sem betur fer hefur tekist að halda í þá meginreglu að embættismenn eru skipaðir í afmarkaðan tíma þótt valdamenn hafi líka reynt að spilla þeim skilyrðum. Eðli ráðninga leiðir til þess að embættismannastéttin verður hluti af valdatafli stjórnmálamanna. Hópur skjólstæðinga fyrrverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar, kann að reynast fimmta herdeild í húsi Ingibjargar Sólrúnar, svo dæmi sé tekið um misbeitingu valds til að hygla sínum. Og Ingibjörg ætlar að fylgja fordæmi þeirra vopnabræðra. Nýjustu skipanir Árna Mathiesen og Össurar Skarphéðinssonar í jafn ólíkar stöður og héraðsdómara og orkumálastjóra bera þess vitni að á endanum ráði flokksskírteinið hver djobbið fær. Svo samdauna eru þeir félagar orðnir sínum pólitíska vettvangi að þeir skirrast ekki við að beita valdinu til að hygla sínum. Skipan ferðamálastjóra virðist flóknari: þar virðist ráðherrann frekar sækjast eftir þægð en reynslu en skýtur sér á bak við jafnréttið svona til að minna á að hann hikar ekki við að bíta höfuðið af skömminni þegar þess þarf. Gömul Röskvukona skal fá djobbið. Með þessum skipunum áréttar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eðli sitt: þar á bæ halda menn á alræmda braut. Sækir Samfylkingin þar í digra reynslusjóði Alþýðuflokksins í pólitískum bitlingum til handa þeim sem skriðu upp eftir bakinu á flokknum. Um íhaldið þarf ekki að tala: opinber framfærsla á þurfalingum flokksins hefur alla tíð einkennt ráðherraskipanir úr hans röðum. Ráðslagi sem þessu fylgja margir stjórnsýslulegir gallar. Þægð fagaðila við vitleysu í ráðherrum og þrælsótti við hið ósvífna ráðherravald kæfir nauðsynlega opinbera umræðu, ofbeldi flokksvélanna sniðgengur almannahagsmuni og hræðslugæðin setja mark sitt á opinbert líf. Kolómögulegir stjórnendur standa í vegi fyrir framförum í opinberri umsýslu. Og æ sér gjöf til gjalda: sittu, þægur! Sæla valdhafans blindar uns hans eigin flokksmenn verða svo þreyttir á klíkuskapnum að þeir farga frambjóðanda. Og þá er honum fyrirkomið í bitling, sem viðkomandi er jafnvel óhæfur að gegna. Þetta er löng og dapurleg saga sem einkenndi lýðveldið á síðustu öld. Framferði í þeirri ríkisstjórn sem nú situr bendir til að þar á bæ ætli menn af einbeittum brotavilja að halda áfram að troða gömlum samherjum í stöður þá þær losna. Og öllum rökum skal beitt til að réttlæta gjörningana þótt gisin séu og öllum gegnsæ sem vilja greina. Eftir sem áður er skömm þeirra söm. Og vandi okkar viðvarandi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun