Óttast hugsanlega efnahagskreppu 4. janúar 2008 21:28 Mynd/AP Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist nú 5,0 prósent. Þetta er nokkuð meira atvinnuleysi en greiningaraðilar spáðu en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. Aukið atvinnuleysi samfara auknum vanskilum á fasteignalánamarkaði vestanhafs og fremur lágu gengi bandaríkjadals gagnvart evru getur verið vísbending um að nú fari að draga úr einkaneyslu þar í landi. Einkaneysla er stór liður í bandarískum hagvísum og því getur samdráttur þar skilað sér í samdrætti á hagvexti. Slíkt getur svo aftur skilað sér í minni innflutningi og smitað þannig út frá sér til viðskiptalanda Bandaríkjanna. Afleiðingarnar skiluðu sér hratt á hlutabréfamarkaði. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af fyrirtækjum í tæknigeiranum, féll um heil 3,8 prósent. Vísitalan hefur fallið um 5,6 prósent á þessum tveimur viðskiptadögum ársins sem er versta upphafið á hlutabréfamarkaði vestanhafs síðan árið 1971, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um tvö prósent á sama tíma. Vísitalan hefur ekki byrjað árið með jafn mikilli lækkun síðan árið 1904, samkvæmt Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist nú 5,0 prósent. Þetta er nokkuð meira atvinnuleysi en greiningaraðilar spáðu en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. Aukið atvinnuleysi samfara auknum vanskilum á fasteignalánamarkaði vestanhafs og fremur lágu gengi bandaríkjadals gagnvart evru getur verið vísbending um að nú fari að draga úr einkaneyslu þar í landi. Einkaneysla er stór liður í bandarískum hagvísum og því getur samdráttur þar skilað sér í samdrætti á hagvexti. Slíkt getur svo aftur skilað sér í minni innflutningi og smitað þannig út frá sér til viðskiptalanda Bandaríkjanna. Afleiðingarnar skiluðu sér hratt á hlutabréfamarkaði. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af fyrirtækjum í tæknigeiranum, féll um heil 3,8 prósent. Vísitalan hefur fallið um 5,6 prósent á þessum tveimur viðskiptadögum ársins sem er versta upphafið á hlutabréfamarkaði vestanhafs síðan árið 1971, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um tvö prósent á sama tíma. Vísitalan hefur ekki byrjað árið með jafn mikilli lækkun síðan árið 1904, samkvæmt Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira