Birgir Leifur ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2008 10:06 Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á 72 höggum á öðrum keppnisdegi opna Joburg-mótsins í Suður-Afríku en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag eða einu höggi yfir pari vallarins. Hann lék í gær á 75 höggum og er samtals á fimm höggum yfir pari. Nánast útilokað er að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Keppt er á tveimur völlum á mótinu sem fer fram hjá Royal Johannesburg and Kensington klúbbnum. Í gær lék hann á Austurvellinum en lék á Vesturvellinum í dag. Hann byrjaði daginn í dag með því að fá skolla, rétt eins og í gær. Hann fékk hins vegar par á þriðju braut og fékk par á næstu fjórum holum. Birgir Leifur náði svo öðrum fugli á áttundu holu en missti svo parið á níundu. Hann lék því fyrri níu holurnar á pari. Á seinni níu byrjaði hann á því að fá par á fyrstu fimm holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtándu holu en fékk svo skolla á tveimur af síðustu þremur holunum, rétt eins og í gær. Sem stendur er hann í 141.-160. sæti en það kemur endanlega í ljós í lok keppnisdagsins í hvaða sæti hann hafnar. Annar keppnisdagur: á pari 1. braut: Par 4 (374 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (490 metrar) - 5 högg (par) 3. braut: Par 4 (425 metrar) - 3 högg (fugl) 4. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 3 (111 metrar) - 3 högg (par) 6. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (214 metrar) - 2 högg (fugl) 9. braut: Par 5 (507 metrar) - 6 högg (skolli) Fyrri níu: Par 36 - 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (386 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (340 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 4 (412 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (188 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (434 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 5 (489 metrar) - 4 högg (fugl) 16. braut: Par 3 (163 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 4 (348 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 4 (452 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: Par 35 - 36 högg (einu yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 75 högg (4 yfir pari) Annar keppnisdagur: 72 högg (1 yfir pari) Samtals: 5 yfir pari (141.-160. sæti) Golf Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á 72 höggum á öðrum keppnisdegi opna Joburg-mótsins í Suður-Afríku en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag eða einu höggi yfir pari vallarins. Hann lék í gær á 75 höggum og er samtals á fimm höggum yfir pari. Nánast útilokað er að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Keppt er á tveimur völlum á mótinu sem fer fram hjá Royal Johannesburg and Kensington klúbbnum. Í gær lék hann á Austurvellinum en lék á Vesturvellinum í dag. Hann byrjaði daginn í dag með því að fá skolla, rétt eins og í gær. Hann fékk hins vegar par á þriðju braut og fékk par á næstu fjórum holum. Birgir Leifur náði svo öðrum fugli á áttundu holu en missti svo parið á níundu. Hann lék því fyrri níu holurnar á pari. Á seinni níu byrjaði hann á því að fá par á fyrstu fimm holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtándu holu en fékk svo skolla á tveimur af síðustu þremur holunum, rétt eins og í gær. Sem stendur er hann í 141.-160. sæti en það kemur endanlega í ljós í lok keppnisdagsins í hvaða sæti hann hafnar. Annar keppnisdagur: á pari 1. braut: Par 4 (374 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (490 metrar) - 5 högg (par) 3. braut: Par 4 (425 metrar) - 3 högg (fugl) 4. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 3 (111 metrar) - 3 högg (par) 6. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (214 metrar) - 2 högg (fugl) 9. braut: Par 5 (507 metrar) - 6 högg (skolli) Fyrri níu: Par 36 - 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (386 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (340 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 4 (412 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (188 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (434 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 5 (489 metrar) - 4 högg (fugl) 16. braut: Par 3 (163 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 4 (348 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 4 (452 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: Par 35 - 36 högg (einu yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 75 högg (4 yfir pari) Annar keppnisdagur: 72 högg (1 yfir pari) Samtals: 5 yfir pari (141.-160. sæti)
Golf Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira