Frekari afskriftum spáð hjá Merrill Lynch 11. janúar 2008 10:22 John Thain, nýráðinn forstjóri Merill Lynch. Mynd/AFP Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti hugsanlega neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með.Bloomberg-fréttaveitan, sem vitnar til dagblaðsins, segir markaðsaðila hafa áður reiknað með að bankinn gæti þurft að afskrifa 12 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi til viðbótar við þá 8,4 milljarða sem varð að strika úr bókum bankans á þriðja ársfjórðungi. Afskriftirnar urðu til þess að Stan O'Neal, forstjóri bankans, var látinn taka poka sinn og hverfa úr forstjórastólnum líkt og forstjórar nokkurra annarra banka og fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem hafa komið illa út úr lausafjárkreppunni. John Thain, forstjóri bandarísku-evrópsku kauphallarinnar NYSE-Euronext, tók við starfi hans í enda síðasta árs.Samtals námu afskriftir stærstu banka Bandaríkjanna um 100 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 1.000 milljarða íslenskra króna. Almennt er talið að afskriftirnar verði nokkru minni á síðasta fjórðungi ársins. Það liggur þó enn ekki ljóst fyrir en reiknað er með að endanlegar niðurstöður liggi fyrir þegar bankar í Bandaríkjunum skila inn uppgjörum sínum í næstu viku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti hugsanlega neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með.Bloomberg-fréttaveitan, sem vitnar til dagblaðsins, segir markaðsaðila hafa áður reiknað með að bankinn gæti þurft að afskrifa 12 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi til viðbótar við þá 8,4 milljarða sem varð að strika úr bókum bankans á þriðja ársfjórðungi. Afskriftirnar urðu til þess að Stan O'Neal, forstjóri bankans, var látinn taka poka sinn og hverfa úr forstjórastólnum líkt og forstjórar nokkurra annarra banka og fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem hafa komið illa út úr lausafjárkreppunni. John Thain, forstjóri bandarísku-evrópsku kauphallarinnar NYSE-Euronext, tók við starfi hans í enda síðasta árs.Samtals námu afskriftir stærstu banka Bandaríkjanna um 100 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 1.000 milljarða íslenskra króna. Almennt er talið að afskriftirnar verði nokkru minni á síðasta fjórðungi ársins. Það liggur þó enn ekki ljóst fyrir en reiknað er með að endanlegar niðurstöður liggi fyrir þegar bankar í Bandaríkjunum skila inn uppgjörum sínum í næstu viku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira