Verðfall víða um heim 16. janúar 2008 09:49 Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York. Fall á hlutabréfum þar í gær hefur smitað út frá sér til fleiri markaða víða um heim í dag. Mynd/AP Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira