Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum 18. janúar 2008 09:30 Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þrátt fyrir hækkun á asískum mörkuðum. Útlitið var hins vegar ekki bjart framanaf í Japan en Nikkei-vísitalan féll um tæp þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins og virtust asískir markaðir almennt á niðurleið. Hlutabréfavísitölur hafa sömuleiðis lækkað á Norðurlöndunum í dag, eða í kringum prósentið. Mesta lækkunin er hins vegar í kauphöllinni í Ósló í Noregi en aðalvísitalan þar í landi hefur fallið um rúm þrjú prósent í dag og um 20 prósent frá áramótum. Fjárfestar tóku hins vegar við sér undir lokin. Talsverð lækkun var á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í gær þrátt fyrir að Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri landsins, hefði sagt bankann ætla að beita sér gegn samdrætti í einkaneyslu og blása lífi í hjól efnahagslífsins. Bandarísk stjórnvöld þykja sömuleiðis afar jákvæð fyrir ýmsum mótvægisaðgerðum gegn lausafjárþurrð sem plagað hefur fjármálaheiminn upp á síðkastið. Líklegt þykir að snörp lækkun stýrivaxta samhliða skattalegum ívilnunum verði beitt, að mati fjármálaskýrenda í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þrátt fyrir hækkun á asískum mörkuðum. Útlitið var hins vegar ekki bjart framanaf í Japan en Nikkei-vísitalan féll um tæp þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins og virtust asískir markaðir almennt á niðurleið. Hlutabréfavísitölur hafa sömuleiðis lækkað á Norðurlöndunum í dag, eða í kringum prósentið. Mesta lækkunin er hins vegar í kauphöllinni í Ósló í Noregi en aðalvísitalan þar í landi hefur fallið um rúm þrjú prósent í dag og um 20 prósent frá áramótum. Fjárfestar tóku hins vegar við sér undir lokin. Talsverð lækkun var á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í gær þrátt fyrir að Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri landsins, hefði sagt bankann ætla að beita sér gegn samdrætti í einkaneyslu og blása lífi í hjól efnahagslífsins. Bandarísk stjórnvöld þykja sömuleiðis afar jákvæð fyrir ýmsum mótvægisaðgerðum gegn lausafjárþurrð sem plagað hefur fjármálaheiminn upp á síðkastið. Líklegt þykir að snörp lækkun stýrivaxta samhliða skattalegum ívilnunum verði beitt, að mati fjármálaskýrenda í samtali við Bloomberg-fréttaveituna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira