Sakborningar játa allir aðild að Fáskrúðsfjarðarmáli 18. janúar 2008 09:54 Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls eru fimm aðrir ákærðir fyrir aðild málinu, þeir Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason og játað þeir allir aðild að málinu með mismiklum fyrirvörum þó. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Þessu játaði Einar Jökull við þingfestingu í morgun en gerir fyrirvara um magn efnanna en þau verða vigtuð aftur. Einar Jökull neitar því að hafa fjármagnað fíkniefnakaupin. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Bjarni neitaði því sem fram kemur í inngangskafla ákærunnar, það er að sexmenningarnir hafi staðið saman að innflutningi efnanna. Hann játar hins vegar að hafa pakkað inn fíkniefnunum og hafa keypt vörur í byggingavöruverslun ytra en segir Einar hafa beðið sig um það. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Alvar játar í málinu en gerir eins og Einar Jökull fyrirvara um magn. Guðbjarni gerir einnig fyrirvara um magn en segist hafa verið fenginn til þess að flytja efnin yfir Atlantshafið. Þá gerir hann fyrirvara um að það í ákæru að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Marinó gerir fyrirvara um magn og að hafa ætlað að taka þátt í söludreifingu en játar ákæru að öðru leyti. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Arnar neitar að hafa staðið ásamt hinum fimm að innflutningnum eins og kemur fram í inngangskafla ákærunnar en játar að hafa lofað Einari Jökli að geyma efnin. Sagðist hann í dag ekki alveg hafa vitað hvað væri í pökkunum. Aðalmeðferð í málinu verður 31. janúar. Pólstjörnumálið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls eru fimm aðrir ákærðir fyrir aðild málinu, þeir Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason og játað þeir allir aðild að málinu með mismiklum fyrirvörum þó. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Þessu játaði Einar Jökull við þingfestingu í morgun en gerir fyrirvara um magn efnanna en þau verða vigtuð aftur. Einar Jökull neitar því að hafa fjármagnað fíkniefnakaupin. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Bjarni neitaði því sem fram kemur í inngangskafla ákærunnar, það er að sexmenningarnir hafi staðið saman að innflutningi efnanna. Hann játar hins vegar að hafa pakkað inn fíkniefnunum og hafa keypt vörur í byggingavöruverslun ytra en segir Einar hafa beðið sig um það. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Alvar játar í málinu en gerir eins og Einar Jökull fyrirvara um magn. Guðbjarni gerir einnig fyrirvara um magn en segist hafa verið fenginn til þess að flytja efnin yfir Atlantshafið. Þá gerir hann fyrirvara um að það í ákæru að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Marinó gerir fyrirvara um magn og að hafa ætlað að taka þátt í söludreifingu en játar ákæru að öðru leyti. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Arnar neitar að hafa staðið ásamt hinum fimm að innflutningnum eins og kemur fram í inngangskafla ákærunnar en játar að hafa lofað Einari Jökli að geyma efnin. Sagðist hann í dag ekki alveg hafa vitað hvað væri í pökkunum. Aðalmeðferð í málinu verður 31. janúar.
Pólstjörnumálið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira