Seðlabankarnir eru kjölfestan 23. janúar 2008 09:39 Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir fjármálamarkaði víða um heim ganga í þessar mundir í gegnum harkalega leiðréttingu. Hann segir hræringarnar undanfarið minna fólk á að efnahagsástand í einu landi geti haft áhrif í öðru. Trichet fundaði í dag með efnahags- og fjárlaganefnd Evrópusambandsins en þar var lausafjárkreppa fjármálafyrirtækja og fall á hlutabréfamörkuðum umræðuefnið, að því er Thomson Financial-fréttaveitan hermir. Trichet sagði ennfremur, að það væri hlutverk seðlabanka heimsins að halda fast í verðbólgumarkmið sín og koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Ekki mætti missa sjónar á því: „Seðlabankar eiga ætíð, ekki síst á erfiðum tímum, að vera kjölfestan og koma í veg fyrir að óróleikinn verði meiri en hann er," sagði hann. Bandaríski seðlabankinn lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt um 75 punkta í gær til að sporna gegn miklu falli á hlutabréfamörkuðum og verjast efnahagskreppu þar í landi. Vangaveltur voru um það í evrópskum fjölmiðlum í dag, hvort Trichet grípi til sömu ráða í dag eða síðar í vikunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir fjármálamarkaði víða um heim ganga í þessar mundir í gegnum harkalega leiðréttingu. Hann segir hræringarnar undanfarið minna fólk á að efnahagsástand í einu landi geti haft áhrif í öðru. Trichet fundaði í dag með efnahags- og fjárlaganefnd Evrópusambandsins en þar var lausafjárkreppa fjármálafyrirtækja og fall á hlutabréfamörkuðum umræðuefnið, að því er Thomson Financial-fréttaveitan hermir. Trichet sagði ennfremur, að það væri hlutverk seðlabanka heimsins að halda fast í verðbólgumarkmið sín og koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Ekki mætti missa sjónar á því: „Seðlabankar eiga ætíð, ekki síst á erfiðum tímum, að vera kjölfestan og koma í veg fyrir að óróleikinn verði meiri en hann er," sagði hann. Bandaríski seðlabankinn lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt um 75 punkta í gær til að sporna gegn miklu falli á hlutabréfamörkuðum og verjast efnahagskreppu þar í landi. Vangaveltur voru um það í evrópskum fjölmiðlum í dag, hvort Trichet grípi til sömu ráða í dag eða síðar í vikunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira