Tottenham og Bolton unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2008 22:01 Dimitar Berbatov skoraði fyrra mark Tottenham í Prag. Nordic Photos / Getty Images Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Slavia Prag á útivelli en var engu að síður nálægt því að missa niður unnin leik í jafntefli. En Tottenham náði að innbyrða sigurinn að lokum, 2-1. Þá vann Bolton nauman sigur á Atletico Madrid, 1-0, þar sem hæst bar rauða spjaldið sem Sergio Aguero fékk í síðari hálfleik en Bolton skoraði svo strax í kjölfarið. Tottenham fékk óskabyrjun í Prag þar sem að Dimitar Berbatov skoraði með laglegu skoti strax á fjórðu mínútu. Heimamenn héldu þó haus og reyndu að sækja af fremsta megni. En agaður sóknarleikur Tottenham skilaði liðinu öðru marki áður en hálfleikurinn var liðinn. Jermaine Jenas átti þátt í fyrra markinu og lagði upp það síðara fyrir Robbie Keane sem kláraði færið af miklum sóma. Tottenham hafði þó mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem komu. Gestirnir höfðu áfram yfirburði í upphafi síðari hálfleiksins í Prag en mistök Radek Cerny gerði það að verkum að leikmenn Slavia komust aftur inn í leikinn. Cerny misti af fyrirgjöf og David Strihavka nýtti sér gjöfina og kom heimamönnum á blað á 69. mínútu. Berbatov fékk nokkur færi til að bæta í forystu Tottenham en heimamenn voru einnig nálægt því að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan góður sigur Tottenham í Prag. Staðan í viðureign Bolton og Atletico Madrid var markalaus í fyrri hálfleik en bæði lið fengu þó sín færi. Leikmenn Atletico voru þó með yfirburði í síðari hálfleik allt þar til Sergio Aguero braut á Matt Taylor um miðjan síðari hálfleikinn. Aguero gerði svo eitthvað sem verðskuldaði rautt spjald. Vangaveltur voru um að hann hefði hrækt á annan aðstoðardómara leiksins. Til að bæta gráu á svart skoraði Bolton eina mark leiksins úr kjölfarið en El Hadji Diouf var þar að verki á 74. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan afar sætur sigur Bolton á heimavelli. Úrslit annarra leikja í kvöld: Aberdeen - Bayern München 2-2 Zürich - Hamburg 1-3 Rosenborg - Fiorentina 0-1 Benfica - Nürnberg (1-0, leik ekki lokið) Evrópudeild UEFA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Sjá meira
Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Slavia Prag á útivelli en var engu að síður nálægt því að missa niður unnin leik í jafntefli. En Tottenham náði að innbyrða sigurinn að lokum, 2-1. Þá vann Bolton nauman sigur á Atletico Madrid, 1-0, þar sem hæst bar rauða spjaldið sem Sergio Aguero fékk í síðari hálfleik en Bolton skoraði svo strax í kjölfarið. Tottenham fékk óskabyrjun í Prag þar sem að Dimitar Berbatov skoraði með laglegu skoti strax á fjórðu mínútu. Heimamenn héldu þó haus og reyndu að sækja af fremsta megni. En agaður sóknarleikur Tottenham skilaði liðinu öðru marki áður en hálfleikurinn var liðinn. Jermaine Jenas átti þátt í fyrra markinu og lagði upp það síðara fyrir Robbie Keane sem kláraði færið af miklum sóma. Tottenham hafði þó mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem komu. Gestirnir höfðu áfram yfirburði í upphafi síðari hálfleiksins í Prag en mistök Radek Cerny gerði það að verkum að leikmenn Slavia komust aftur inn í leikinn. Cerny misti af fyrirgjöf og David Strihavka nýtti sér gjöfina og kom heimamönnum á blað á 69. mínútu. Berbatov fékk nokkur færi til að bæta í forystu Tottenham en heimamenn voru einnig nálægt því að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan góður sigur Tottenham í Prag. Staðan í viðureign Bolton og Atletico Madrid var markalaus í fyrri hálfleik en bæði lið fengu þó sín færi. Leikmenn Atletico voru þó með yfirburði í síðari hálfleik allt þar til Sergio Aguero braut á Matt Taylor um miðjan síðari hálfleikinn. Aguero gerði svo eitthvað sem verðskuldaði rautt spjald. Vangaveltur voru um að hann hefði hrækt á annan aðstoðardómara leiksins. Til að bæta gráu á svart skoraði Bolton eina mark leiksins úr kjölfarið en El Hadji Diouf var þar að verki á 74. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan afar sætur sigur Bolton á heimavelli. Úrslit annarra leikja í kvöld: Aberdeen - Bayern München 2-2 Zürich - Hamburg 1-3 Rosenborg - Fiorentina 0-1 Benfica - Nürnberg (1-0, leik ekki lokið)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Sjá meira