Óbreyttir stýrivextir í Japan 15. febrúar 2008 09:03 Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans. Mynd/AFP Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Stýrivextir í Japan voru núllstilltir árið 2000 í kjölfar efnahagslægðar sem gekk yfir Asíu árið 1997. Þeir hafa verið hækkaðir í tvígang síðan þá, um mitt ár 2006 og aftur í byrjun síðasta árs. Að öðru leyti hefur engin breyting orðið á þeim. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri í Japan, hefur oftsinnis sagt, að verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og verði þurft að hækka vextina eigi að ná verðbólgu niður. Breska ríkisútvarpið segir að þrátt fyrir góðan hagvöxt í Japan í síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem mældist 3,7 prósent, þá séu menn uggandi yfir efnahagshorfum næstu mánuði vegna lánsfjárkreppunnar, sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna. Geti það því boðið hættunni heim að hækka stýrivexti í því umhverfi sem nú ríki. Aðrir telja þó allt eins líkur á að vextirnir gætu lækkað tímabundið nú á vordögum til skamms tíma versni efnahagshorfur til muna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Stýrivextir í Japan voru núllstilltir árið 2000 í kjölfar efnahagslægðar sem gekk yfir Asíu árið 1997. Þeir hafa verið hækkaðir í tvígang síðan þá, um mitt ár 2006 og aftur í byrjun síðasta árs. Að öðru leyti hefur engin breyting orðið á þeim. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri í Japan, hefur oftsinnis sagt, að verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og verði þurft að hækka vextina eigi að ná verðbólgu niður. Breska ríkisútvarpið segir að þrátt fyrir góðan hagvöxt í Japan í síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem mældist 3,7 prósent, þá séu menn uggandi yfir efnahagshorfum næstu mánuði vegna lánsfjárkreppunnar, sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna. Geti það því boðið hættunni heim að hækka stýrivexti í því umhverfi sem nú ríki. Aðrir telja þó allt eins líkur á að vextirnir gætu lækkað tímabundið nú á vordögum til skamms tíma versni efnahagshorfur til muna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira