Hvernig á ekki að lappa upp á strætó Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 20. febrúar 2008 12:28 Vandamálaleysið hrjáir okkur ekki, glaða eyjarskeggja: okkur er lagið að gera smámál að stórum, okkur lætur það betur en að einhenda okkur á hin stóru mál og leysa þau. Við blásum upp tittlingaskítinn svo hann freyði. Í þriggja ára áætlun nýja-gamla meirihlutans í Reykjavík sem kynntur var í gær var lögð rík áhersla á bættar almenningssamgöngur: öryrkjar, gamalt fólk – fyrirgefið – eldri borgarar, börn, unglingar og framhaldsskólafólk fá frítt með Strætó svo endalausum sendiferðum linni um hina víðlendu stórborg, Reykjavík. En þá kemur babb í bátinn: nú skal gefa út skírteini fyrir njótendur Strætó. Ekki viljum við að öryrkjar úr nálægum byggðarlögum stelist með strætó, hvað þá eldra fólk, að ekki sé talað um krakkana. Ný skilríki fyrir þúsundir fríkúnna Strætó. Og þá eykst vandi vor: ekki má gefa út skírteini fyrir börn nema forráðamenn samþykki segir Persónuvernd, öryrkjar og eldri borgarar sleppa: en skírteini skulu þeir fá – annars gætu einhverjir dónar snuðað Strætó um fargjaldið. Víst hafa lýðheilsumenn áhyggjur af því að fríkeyrsluliðið hætti að hreyfa sig: aki bara með strætó í stað þess að fara á tveimur jafnfljótum. Heyrst hafa raddir frá foreldrum sem óttast að börn leggist í salíbunur sér til skemmtunar – eftirlitslaus með símana sína, kanni nýjar lendur og endi hnípin á stoppistöð í ókunnu hverfi. Þessi vandi er stór og sveitarstjórnarmenn verða að finna á honum skjóta lausn.Hvernig ætli þeir beri sig að á Akureyri eða Selfossi? Svona má gera úlfalda úr mýflugu og skipa til starfans nokkrar nefndir. Fríar almenningssamgöngur eru óhjákvæmilegar til að skera Reykvíkinga niður úr snöru svimandi kostnaðar við þenslu umferðarmannvirkja. Fyrsta skrefið er að fella niður öll fargjöld í strætó og hefja stórsókn gegn sóunarstefnu sem felst í endalausum byggingum og viðhaldi undir bílaflota þjóðarinnar á þéttbýlustu stöðum. Flæmi bílastæða kostar eigendur og rekstraraðila offjár: milljón bílastæði í Reykjavík eru ekki ókeypis. Þeir sem leggja fákum sínum daglangt við vinnustaði verða að borga fyrir stallinn. Við getum ekki lagt dýrmæt stór landflæmi milli húsa undir bílastæði. Og við verðum að huga að almenningsfarartækjum sem skila fólki um Suðvesturhornið á hreinan máta og öruggan. Því er tillaga tólf þingmanna um nýja könnun á léttlestum og hraðlest frá nyrstu byggð til hinnar syðstu tímabær. Þar er litið til framfara meðan hin smáu vandamál við frískírteini Strætó eru hentug sem spaug, fáránlegir brandarar til að stytta okkur stundir við vinnulok. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun
Vandamálaleysið hrjáir okkur ekki, glaða eyjarskeggja: okkur er lagið að gera smámál að stórum, okkur lætur það betur en að einhenda okkur á hin stóru mál og leysa þau. Við blásum upp tittlingaskítinn svo hann freyði. Í þriggja ára áætlun nýja-gamla meirihlutans í Reykjavík sem kynntur var í gær var lögð rík áhersla á bættar almenningssamgöngur: öryrkjar, gamalt fólk – fyrirgefið – eldri borgarar, börn, unglingar og framhaldsskólafólk fá frítt með Strætó svo endalausum sendiferðum linni um hina víðlendu stórborg, Reykjavík. En þá kemur babb í bátinn: nú skal gefa út skírteini fyrir njótendur Strætó. Ekki viljum við að öryrkjar úr nálægum byggðarlögum stelist með strætó, hvað þá eldra fólk, að ekki sé talað um krakkana. Ný skilríki fyrir þúsundir fríkúnna Strætó. Og þá eykst vandi vor: ekki má gefa út skírteini fyrir börn nema forráðamenn samþykki segir Persónuvernd, öryrkjar og eldri borgarar sleppa: en skírteini skulu þeir fá – annars gætu einhverjir dónar snuðað Strætó um fargjaldið. Víst hafa lýðheilsumenn áhyggjur af því að fríkeyrsluliðið hætti að hreyfa sig: aki bara með strætó í stað þess að fara á tveimur jafnfljótum. Heyrst hafa raddir frá foreldrum sem óttast að börn leggist í salíbunur sér til skemmtunar – eftirlitslaus með símana sína, kanni nýjar lendur og endi hnípin á stoppistöð í ókunnu hverfi. Þessi vandi er stór og sveitarstjórnarmenn verða að finna á honum skjóta lausn.Hvernig ætli þeir beri sig að á Akureyri eða Selfossi? Svona má gera úlfalda úr mýflugu og skipa til starfans nokkrar nefndir. Fríar almenningssamgöngur eru óhjákvæmilegar til að skera Reykvíkinga niður úr snöru svimandi kostnaðar við þenslu umferðarmannvirkja. Fyrsta skrefið er að fella niður öll fargjöld í strætó og hefja stórsókn gegn sóunarstefnu sem felst í endalausum byggingum og viðhaldi undir bílaflota þjóðarinnar á þéttbýlustu stöðum. Flæmi bílastæða kostar eigendur og rekstraraðila offjár: milljón bílastæði í Reykjavík eru ekki ókeypis. Þeir sem leggja fákum sínum daglangt við vinnustaði verða að borga fyrir stallinn. Við getum ekki lagt dýrmæt stór landflæmi milli húsa undir bílastæði. Og við verðum að huga að almenningsfarartækjum sem skila fólki um Suðvesturhornið á hreinan máta og öruggan. Því er tillaga tólf þingmanna um nýja könnun á léttlestum og hraðlest frá nyrstu byggð til hinnar syðstu tímabær. Þar er litið til framfara meðan hin smáu vandamál við frískírteini Strætó eru hentug sem spaug, fáránlegir brandarar til að stytta okkur stundir við vinnulok.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun