Meistaradeildin: Arsenal vann AC Milan á Ítalíu Elvar Geir Magnússon skrifar 4. mars 2008 18:56 Úr viðureign AC Milan og Arsenal. Andrea Pirlo og Vassiriki Diaby eigast við. Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira