Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2008 22:32 Andy Johnson skorar fyrsta mark Everton í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá. Evrópudeild UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira