Hamilton vann í viðburðarríkri keppni 16. mars 2008 09:13 mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamtilon byrjaði titilsóknina eins og best verður á kosið í fyrsta Formúlu 1 móti ársins. Hann kom fyrstur í mark eftir viðburðaríka keppni þar sem aðeins 7 bílar af 22 komust á leiðarenda. Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji á Williams Toyota. Mikil stöðubarátta var í mótinu, nema hvað Hamilton hafði tögl og hagldir frá upphafi hvar fyrsta sæti varðar. Kalla þurfti öryggisbílinn út í þrígang vegna óhappa í brautinni. Kimi Raikkönen skaut sér úr sextánda sæti á ráslínu í það þriðja og átti góða möguleika á verðlaunasæti, en var of kappsfullur í lokin og snarsnerist tvívegis útaf í mótinu. Á endaði bilaði bíll hans, rétt eins og í tímatökunni í gær. Rosberg náði sínum besta árangri í Formúlu 1 og fögnuðu þeir Hamilton vel eftir keppnina. Þeim er vel til vina og föðmuðust ákaft fyrir verðlaunaafhendinguna, en Williams bíllinn hefur komið vel undan vetri. Rosberg er fjórði yngsti maður sögunnar til að komast á verðlaunapall. Mikið var um árekstra í keppninni, sem olli því að fjölmargir féllu úr leik og hlutfall þeirra sem féll út hefur ekki verið svo hátt í mörg ár. Sárast voru endalokin hjá Frakkanum Sebastian Bordais hjá Torro Rosso. Hann var fjórði þegar tveir hringir voru eftir, en bíllinn bilaði. Hann er nýliði í Formúlu 1 og byrjaði því vel. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes (B) 1h34:50.616 2. Heidfeld BMW Sauber (B) + 5.478 3. Rosberg Williams-Toyota (B) + 8.163 4. Alonso Renault (B) + 17.181 5. Kovalainen McLaren-Mercedes (B) + 18.014 6. Barrichello Honda (B) + 52.453 7. Nakajima Williams-Toyota (B) + 1 lhringur 8. Bourdais Toro Rosso-Ferrari (B) + 2 lhringur 9. Raikkonen Ferrari (B) + 3 hringur Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamtilon byrjaði titilsóknina eins og best verður á kosið í fyrsta Formúlu 1 móti ársins. Hann kom fyrstur í mark eftir viðburðaríka keppni þar sem aðeins 7 bílar af 22 komust á leiðarenda. Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji á Williams Toyota. Mikil stöðubarátta var í mótinu, nema hvað Hamilton hafði tögl og hagldir frá upphafi hvar fyrsta sæti varðar. Kalla þurfti öryggisbílinn út í þrígang vegna óhappa í brautinni. Kimi Raikkönen skaut sér úr sextánda sæti á ráslínu í það þriðja og átti góða möguleika á verðlaunasæti, en var of kappsfullur í lokin og snarsnerist tvívegis útaf í mótinu. Á endaði bilaði bíll hans, rétt eins og í tímatökunni í gær. Rosberg náði sínum besta árangri í Formúlu 1 og fögnuðu þeir Hamilton vel eftir keppnina. Þeim er vel til vina og föðmuðust ákaft fyrir verðlaunaafhendinguna, en Williams bíllinn hefur komið vel undan vetri. Rosberg er fjórði yngsti maður sögunnar til að komast á verðlaunapall. Mikið var um árekstra í keppninni, sem olli því að fjölmargir féllu úr leik og hlutfall þeirra sem féll út hefur ekki verið svo hátt í mörg ár. Sárast voru endalokin hjá Frakkanum Sebastian Bordais hjá Torro Rosso. Hann var fjórði þegar tveir hringir voru eftir, en bíllinn bilaði. Hann er nýliði í Formúlu 1 og byrjaði því vel. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes (B) 1h34:50.616 2. Heidfeld BMW Sauber (B) + 5.478 3. Rosberg Williams-Toyota (B) + 8.163 4. Alonso Renault (B) + 17.181 5. Kovalainen McLaren-Mercedes (B) + 18.014 6. Barrichello Honda (B) + 52.453 7. Nakajima Williams-Toyota (B) + 1 lhringur 8. Bourdais Toro Rosso-Ferrari (B) + 2 lhringur 9. Raikkonen Ferrari (B) + 3 hringur
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira