Bush ver björgun húsnæðislánasjóðanna 15. júlí 2008 14:44 George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru nægilega fjármagnaðir. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandríkjanna, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu. Hann vísaði því á bug að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka hlutafé sjóðanna í skugga mikilla afskrifta vegna þrenginga á fasteignamarkaði sé til þess fallið að bjarga hluthöfum sjóðanna. Gengi hlutabréfa í báðum sjóðum hefur fallið um tæp þrjátíu prósent í dag eftir að frá því var greint að þeir glímdu við lausafjárskort. Þá sagði bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs í gær að staða sjóðanna væri mjög slæm. Líklegt sé að gengi hlutabréfa í þeim geti fallið um allt að 35 prósent á næstunni og var mælt með því að fjárfestar losuðu sig við bréf sín í þeim. Fannie Mae og Freddie Mac njóta stuðnings bandaríska ríkisins og sækja fé í ríkiskassann sem sjóðirnir svo lána áfram. Bush sagði stöðuna erfiða en sjóðirnir væru styrkir. Ekki kæmi til greina að hækka skatta til að mæta þeim vanda sem steðji að bandarísku efnahagslífi um þessar mundir. „Það væru mistök," sagði George W. Bush. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru nægilega fjármagnaðir. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandríkjanna, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu. Hann vísaði því á bug að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka hlutafé sjóðanna í skugga mikilla afskrifta vegna þrenginga á fasteignamarkaði sé til þess fallið að bjarga hluthöfum sjóðanna. Gengi hlutabréfa í báðum sjóðum hefur fallið um tæp þrjátíu prósent í dag eftir að frá því var greint að þeir glímdu við lausafjárskort. Þá sagði bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs í gær að staða sjóðanna væri mjög slæm. Líklegt sé að gengi hlutabréfa í þeim geti fallið um allt að 35 prósent á næstunni og var mælt með því að fjárfestar losuðu sig við bréf sín í þeim. Fannie Mae og Freddie Mac njóta stuðnings bandaríska ríkisins og sækja fé í ríkiskassann sem sjóðirnir svo lána áfram. Bush sagði stöðuna erfiða en sjóðirnir væru styrkir. Ekki kæmi til greina að hækka skatta til að mæta þeim vanda sem steðji að bandarísku efnahagslífi um þessar mundir. „Það væru mistök," sagði George W. Bush.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira