United náði efsta sætinu þrátt fyrir jafntefli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 21:38 Carlos Tevez fékk fjölda tækifæri til að skora í kvöld en hér á hann í baráttu við Kasper Risgard, leikmann Álaborgar. Nordic Photos / Getty Images Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira