United náði efsta sætinu þrátt fyrir jafntefli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 21:38 Carlos Tevez fékk fjölda tækifæri til að skora í kvöld en hér á hann í baráttu við Kasper Risgard, leikmann Álaborgar. Nordic Photos / Getty Images Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira