Hjaltalín hita upp fyrir Cold War Kids 21. nóvember 2008 07:00 Hljómsveitin Hjaltalín er á leiðinni í tónleikaferð með Cold War Kids. Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira