Bretland er eina þróaða efnahagsríkið í heiminum sem ekki hefur efni á neinskonar efnahagslegum björgunarpakka á næsta ári, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Fjallað er um málið á fréttavef breska blaðsins Telegraph. Þar segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi aðvarað bresk stjórnvöld vegna málsins.
Sjóðurinn telur að á næstu 18 mánuðum sé allt eins líklegt að yfirvöld í Bretlandi þurfi að grípa til afar sértækra aðgerða og koma fram með björgunarpakka til að blása nýju lífi í efnahag landsins.
Fjölmörg ríki hafa samþykkt slíkar aðgerðir undanfarna mánuði í framhaldi á fjármálakreppunni, þar á meðal í Bandaríkjunum og Japan. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa Bretar aftur á móti ekki efni á því.
Bretar geta ekki fjármagnað eigin björgunarpakka
