Taka þarf á þvísem máli skiptir Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. mars 2009 09:45 Ljóst má vera að ef koma á landinu upp úr kreppuhjólförunum þarf að koma til erlent fjármagn. Það fæst ekki í því magni sem þarf í umhverfi gjaldeyrishafta og/eða gjaldeyrisóróa. Þá verður að teljast ólíklegt að forsvarsmenn erlendra stórbanka sem hér hafa tapað ógrynni fjár verði áfjáðir í að fjármagna hér uppbyggingu ef ekki er fyllstu sanngirni gætt í samskiptum við þá. Markaðurinn hefur undir höndum samskipti fulltrúa kröfuhafa SPRON frá því fyrir helgi þegar í það stefndi að SPRON og sparisjóðabankinn yrðu teknir yfir. Ljóst er að mikillar reiði gætir í þeirra hópi þar sem ekki hafi verið fullreynt með samninga um niðurfellingu skulda og breytt lánakjör sem þeir telja að aukið hefðu líkur á betri heimtum á kröfum þeirra. Þrátt fyrir að kröfuhafarnir hafi lýst yfir vilja til að ljúka samningum innan ásættanlegs tíma var ráðist í yfirtökuna. Forsvarsmenn þessara sömu banka ákveða lánakjör til hverra þeirra íslensku fyrirtækja sem til þeirra kynnu að leita þegar fram líða stundir. Þá má gera ráð fyrir því að framferði ríkisins í garð erlendra kröfuhafa bankanna hafi áhrif þegar upprunalönd þessara sömu kröfuhafa taka afstöðu til þess hvort lána eigi ríkinu til uppbyggingarstarfs hér og þá á hvaða kjörum. Óhemjumikilvægt er að vel takist til í þessum samskiptum. Þá er ekki síður mikilvægt að fyrir liggi í hvaða efnahagsumhverfi við ætlum að standa að uppbyggingunni. Verður það með krónu og gjaldþrota stjórn peningamála, eða í umhverfi einhliða upptöku annars gjaldmiðils sem seint mun teljast traustvekjandi, enda uppspretta viðvarandi gjaldeyrishafta án lánveitanda til þrautavara sem stutt geti við stærri fjármálafyrirtæki. Besti kosturinn er augljós, en hann er að lýsa þegar yfir þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka í kjölfarið upp evru. Liggi sú leið ljós fyrir hefur það strax áhrif á þau vaxtakjör sem ríkinu standa til boða. Þarna getur munað milljörðum, ef ekki tugmilljörðum á ári. Þetta eru þau mál sem mikilvægast er að taka á núna um leið og lokið er við efnahagsreikninga bankanna svo þeir fái stutt við atvinnulífið í landinu. Þannig verður betur tekist á við vaxandi atvinnuleysi en með þeim áherslum sem manni sýnast nú að hluta ráðandi í landstjórninni, að koma á margvíslegri lagasetningu sem menn ímynda sér að komið hefði að gagni fyrir fjórum árum þegar vöxtur bankanna var hvað mestur og athafnamenn fóru mikinn í fjármagnsflutningi milli landa. Þannig getur verið góðra gjalda vert að breyta lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda til að styrkja skattframkvæmd og hamla gegn undanskoti skatta. Aukin skattheimta á fólk og fyrirtæki í umhverfi dagsins er hins vegar dálítið eins og að heimta að sjúklingarnir á lungnadeildinni sjái þar um þrifin líka með súrefniskútinn í eftirdragi. Rannsóknir hafa enda sýnt að skattahækkanir á krepputímum draga fremur úr skatttekjum en auka. Þá er rétt að hafa í huga að sú yfirlýsing ein að hér verði stefnt að Evrópusambandsaðild kemur líklega til með að spara ríkinu meira fé í vaxtagreiðslum en aflað verði með góðu móti með skattahækkunum. Á tímum sem þessum er rétt að beina kröftunum í hluti sem skipta í alvörunni máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun
Ljóst má vera að ef koma á landinu upp úr kreppuhjólförunum þarf að koma til erlent fjármagn. Það fæst ekki í því magni sem þarf í umhverfi gjaldeyrishafta og/eða gjaldeyrisóróa. Þá verður að teljast ólíklegt að forsvarsmenn erlendra stórbanka sem hér hafa tapað ógrynni fjár verði áfjáðir í að fjármagna hér uppbyggingu ef ekki er fyllstu sanngirni gætt í samskiptum við þá. Markaðurinn hefur undir höndum samskipti fulltrúa kröfuhafa SPRON frá því fyrir helgi þegar í það stefndi að SPRON og sparisjóðabankinn yrðu teknir yfir. Ljóst er að mikillar reiði gætir í þeirra hópi þar sem ekki hafi verið fullreynt með samninga um niðurfellingu skulda og breytt lánakjör sem þeir telja að aukið hefðu líkur á betri heimtum á kröfum þeirra. Þrátt fyrir að kröfuhafarnir hafi lýst yfir vilja til að ljúka samningum innan ásættanlegs tíma var ráðist í yfirtökuna. Forsvarsmenn þessara sömu banka ákveða lánakjör til hverra þeirra íslensku fyrirtækja sem til þeirra kynnu að leita þegar fram líða stundir. Þá má gera ráð fyrir því að framferði ríkisins í garð erlendra kröfuhafa bankanna hafi áhrif þegar upprunalönd þessara sömu kröfuhafa taka afstöðu til þess hvort lána eigi ríkinu til uppbyggingarstarfs hér og þá á hvaða kjörum. Óhemjumikilvægt er að vel takist til í þessum samskiptum. Þá er ekki síður mikilvægt að fyrir liggi í hvaða efnahagsumhverfi við ætlum að standa að uppbyggingunni. Verður það með krónu og gjaldþrota stjórn peningamála, eða í umhverfi einhliða upptöku annars gjaldmiðils sem seint mun teljast traustvekjandi, enda uppspretta viðvarandi gjaldeyrishafta án lánveitanda til þrautavara sem stutt geti við stærri fjármálafyrirtæki. Besti kosturinn er augljós, en hann er að lýsa þegar yfir þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka í kjölfarið upp evru. Liggi sú leið ljós fyrir hefur það strax áhrif á þau vaxtakjör sem ríkinu standa til boða. Þarna getur munað milljörðum, ef ekki tugmilljörðum á ári. Þetta eru þau mál sem mikilvægast er að taka á núna um leið og lokið er við efnahagsreikninga bankanna svo þeir fái stutt við atvinnulífið í landinu. Þannig verður betur tekist á við vaxandi atvinnuleysi en með þeim áherslum sem manni sýnast nú að hluta ráðandi í landstjórninni, að koma á margvíslegri lagasetningu sem menn ímynda sér að komið hefði að gagni fyrir fjórum árum þegar vöxtur bankanna var hvað mestur og athafnamenn fóru mikinn í fjármagnsflutningi milli landa. Þannig getur verið góðra gjalda vert að breyta lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda til að styrkja skattframkvæmd og hamla gegn undanskoti skatta. Aukin skattheimta á fólk og fyrirtæki í umhverfi dagsins er hins vegar dálítið eins og að heimta að sjúklingarnir á lungnadeildinni sjái þar um þrifin líka með súrefniskútinn í eftirdragi. Rannsóknir hafa enda sýnt að skattahækkanir á krepputímum draga fremur úr skatttekjum en auka. Þá er rétt að hafa í huga að sú yfirlýsing ein að hér verði stefnt að Evrópusambandsaðild kemur líklega til með að spara ríkinu meira fé í vaxtagreiðslum en aflað verði með góðu móti með skattahækkunum. Á tímum sem þessum er rétt að beina kröftunum í hluti sem skipta í alvörunni máli.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun