Kreppuráð japanskra kvenna eru giftingar 18. mars 2009 13:09 Þegar Yumiko Iwate starfsmaður póstverslunar í Tókýó varð fyrir launalækkun á síðasta ári voru hún og vinkonur hennar sammála að eina leiðin út úr vandanum væri að finna eiginmann. „Ég vil gifta mig fljótlega, vonandi fyrir árslok," segir hin 36 ára gamla Iwate í samtali við Bloomberg-fréttaveituna sem fjallar um þetta alkunna kreppuráð japanskra kvenna, giftingu. „Kreppan gerði mér ljóst að ég mun ekki þéna eins mikið og ég átti von á og það væri meiri stöðugleiki í lífi mínu að vera á heimili með tvöfaldar launatekjur." Hjónaböndum í Japan fjölgaði töluvert á síðasta ári og höfðu þau ekki verið meiri í fimm ár. Alls gengu 731.000 pör í hnapphelduna í fyrra. Á sama tíma stóðu laun í stað og atvinnuleysi var það mesta í landinu undanfarin sex ár. Eftir að Japan tók upp ný jafnréttislög fyrir 23 árum dró mikið úr hjónaböndum í landinu eða að meðaltali um 5% á hverju ári næsta áratuginn. Konur létu frama sinn á vinnumarkaðinum hafa forgang fram yfir hjónabönd og barneignir. En þrátt fyrir jafnréttið þéna japanskar konur að meðaltali um 43% minna en karlmenn og því hafa þær meiri þörf til að leita sér að maka þegar kreppir að. Kreppur hafa áður haft það í för með sér að giftingum hefur fjölgað í Japan. Bloomberg nefnir þar tvö dæmi. Annarsvegar í upphafi níunda áratugarins þegar fasteignabólan í Japan sprakk og hinsvegar í upphafi þessarar aldar þegar netbólan sprakk. Þessi aukni áhugi japanskra kvenna á giftingum hefur leitt til þess að sérstakir „giftingarbarir" eins og t.d. Green í Tókýó blómstra sem aldrei fyrr. Á Green borga menn sem svarar 13.000 kr. í hverri heimsókn sinni á barinn svo að þjónarnir þar kynni þá fyrir konum í giftingarhugleiðingum. Konurnar aftur á móti fá frítt inn. Og viðskiptin hjá O-Net, stærstu stefnumótamiðlun Japans, eru einnig í mikilli uppsveiflu. Aðildarumsóknum hefur fjölgað um 10% á síðasta ári m.v. árið á undan. Japanskar konur ganga einbeittar til verks þegar þær leita sér eiginmanns. Þannig nefnir Bloomberg sem dæmi hina 25 ára gömlu Natsuko Ono. Hún hefur eytt 370.000 jenum eða um 400.000 kr. í leitina. Fjárhæðin hefur að mestu farið í myndatökur hjá atvinnumanni og skráningu hjá hjónabandsmiðlunum. „Þetta hljómar eins og mikið fé en þegar hafi er í huga að þetta er leið til að finna eiginmann finnst mér þetta sanngjörn fjárfesting," segir Ono um leið og hún kannar mannavalið á barnum á Green. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þegar Yumiko Iwate starfsmaður póstverslunar í Tókýó varð fyrir launalækkun á síðasta ári voru hún og vinkonur hennar sammála að eina leiðin út úr vandanum væri að finna eiginmann. „Ég vil gifta mig fljótlega, vonandi fyrir árslok," segir hin 36 ára gamla Iwate í samtali við Bloomberg-fréttaveituna sem fjallar um þetta alkunna kreppuráð japanskra kvenna, giftingu. „Kreppan gerði mér ljóst að ég mun ekki þéna eins mikið og ég átti von á og það væri meiri stöðugleiki í lífi mínu að vera á heimili með tvöfaldar launatekjur." Hjónaböndum í Japan fjölgaði töluvert á síðasta ári og höfðu þau ekki verið meiri í fimm ár. Alls gengu 731.000 pör í hnapphelduna í fyrra. Á sama tíma stóðu laun í stað og atvinnuleysi var það mesta í landinu undanfarin sex ár. Eftir að Japan tók upp ný jafnréttislög fyrir 23 árum dró mikið úr hjónaböndum í landinu eða að meðaltali um 5% á hverju ári næsta áratuginn. Konur létu frama sinn á vinnumarkaðinum hafa forgang fram yfir hjónabönd og barneignir. En þrátt fyrir jafnréttið þéna japanskar konur að meðaltali um 43% minna en karlmenn og því hafa þær meiri þörf til að leita sér að maka þegar kreppir að. Kreppur hafa áður haft það í för með sér að giftingum hefur fjölgað í Japan. Bloomberg nefnir þar tvö dæmi. Annarsvegar í upphafi níunda áratugarins þegar fasteignabólan í Japan sprakk og hinsvegar í upphafi þessarar aldar þegar netbólan sprakk. Þessi aukni áhugi japanskra kvenna á giftingum hefur leitt til þess að sérstakir „giftingarbarir" eins og t.d. Green í Tókýó blómstra sem aldrei fyrr. Á Green borga menn sem svarar 13.000 kr. í hverri heimsókn sinni á barinn svo að þjónarnir þar kynni þá fyrir konum í giftingarhugleiðingum. Konurnar aftur á móti fá frítt inn. Og viðskiptin hjá O-Net, stærstu stefnumótamiðlun Japans, eru einnig í mikilli uppsveiflu. Aðildarumsóknum hefur fjölgað um 10% á síðasta ári m.v. árið á undan. Japanskar konur ganga einbeittar til verks þegar þær leita sér eiginmanns. Þannig nefnir Bloomberg sem dæmi hina 25 ára gömlu Natsuko Ono. Hún hefur eytt 370.000 jenum eða um 400.000 kr. í leitina. Fjárhæðin hefur að mestu farið í myndatökur hjá atvinnumanni og skráningu hjá hjónabandsmiðlunum. „Þetta hljómar eins og mikið fé en þegar hafi er í huga að þetta er leið til að finna eiginmann finnst mér þetta sanngjörn fjárfesting," segir Ono um leið og hún kannar mannavalið á barnum á Green.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira