Forstjóri settur til hliðar 22. janúar 2009 05:00 Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan er rannsókn stjórnar JJB á því hvers vegna Ronnie sat á þeim upplýsingum að Singer & Friedlander, banki Kaupþings í Lundúnum í Bretlandi, hefði gert veðkall í hlut hans og Existu í versluninni og tekið hann til sín. Singer & Friedlander er í greiðslustöðvun og sitja nú skilanefndir frá PriceWaterHouseCoopers og Ernst & Young á hlutnum. Ronnie keypti ásamt Existu 29 prósenta hlut í JJB um mitt ár 2007 fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þávirði. Kaupendur höfðu ákveðna áætlun á borðinu um viðsnúning í rekstri JJB en náðu ekki að hrinda henni í framkvæmd áður en þrengingar í bresku efnahagslífi settu strik í reikninginn. Gengi hlutabréfa í JJB hrundi í september í fyrra og stóð við upphaf viðskiptadagsins í gær í 7,3 pensum. Það er rúmlega 97 prósenta rýrnun á virði hlutafjár síðan Exista og Ronnie komu í hluthafahópinn. - jab Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan er rannsókn stjórnar JJB á því hvers vegna Ronnie sat á þeim upplýsingum að Singer & Friedlander, banki Kaupþings í Lundúnum í Bretlandi, hefði gert veðkall í hlut hans og Existu í versluninni og tekið hann til sín. Singer & Friedlander er í greiðslustöðvun og sitja nú skilanefndir frá PriceWaterHouseCoopers og Ernst & Young á hlutnum. Ronnie keypti ásamt Existu 29 prósenta hlut í JJB um mitt ár 2007 fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þávirði. Kaupendur höfðu ákveðna áætlun á borðinu um viðsnúning í rekstri JJB en náðu ekki að hrinda henni í framkvæmd áður en þrengingar í bresku efnahagslífi settu strik í reikninginn. Gengi hlutabréfa í JJB hrundi í september í fyrra og stóð við upphaf viðskiptadagsins í gær í 7,3 pensum. Það er rúmlega 97 prósenta rýrnun á virði hlutafjár síðan Exista og Ronnie komu í hluthafahópinn. - jab
Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira