Formúla 1 fær ekki að leysast upp 22. júní 2009 09:46 Bernie Ecclestone var eltur af fjölmiðlamönnum alla mótshelgina á Silverstone útaf deilum FOTA og FIA. mynd: AFP Bernie Ecclestone sem oft virðist stýra öllu varðandi Formúlu 1 segir að Formúla 1 fái ekki að flosna upp í deilum um ekki neitt. Hægt sé að leysa málin með samkomulagi milli FOTA og FIA. Samtök FOTA, keppnisliða í Formúlu 1 segjast hiklaust að þau séu byrjuð að hefja vinnu að nýrri mótaröð, en Max Mosley segir að sáttahugur sé í FIA, en sambandið fundar á miðvikudaginn og FOTA á fimmtudag og stöðu mála. Aðilarnir tveir hafa deilt hart í gegnum fjömiðla síðustu daga og vikur. "Formúlan eyðilagði hjónabandið mitt og það er ekki nokkur leið að eftir 35 ára starf mitt að hún fái að eyðileggjast útaf deilum um ekki neitt. Ef menn skoða hvað er verið að karpa um, þá er ljóst að það ber lítið í milli. Það er hægt að leysa þessa deilu", sagði Ecclestone i samtali við The Times í morgun. Ecclestone hefur þénað vel á Formúlu 1 og samdi við FIA um sjónvarpsréttinn til 100 ára. Hann var giftur og á tvö börn, en hjónaband hans flosnaði upp vegna mikillar vinnu hans að Formúlu 1 málum. Ecclestone er 78 ára gamall og harður í horn að taka. Hann mætir á flest Formúlu 1 mótin og mörgum stendur ógn af kappanum. Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bernie Ecclestone sem oft virðist stýra öllu varðandi Formúlu 1 segir að Formúla 1 fái ekki að flosna upp í deilum um ekki neitt. Hægt sé að leysa málin með samkomulagi milli FOTA og FIA. Samtök FOTA, keppnisliða í Formúlu 1 segjast hiklaust að þau séu byrjuð að hefja vinnu að nýrri mótaröð, en Max Mosley segir að sáttahugur sé í FIA, en sambandið fundar á miðvikudaginn og FOTA á fimmtudag og stöðu mála. Aðilarnir tveir hafa deilt hart í gegnum fjömiðla síðustu daga og vikur. "Formúlan eyðilagði hjónabandið mitt og það er ekki nokkur leið að eftir 35 ára starf mitt að hún fái að eyðileggjast útaf deilum um ekki neitt. Ef menn skoða hvað er verið að karpa um, þá er ljóst að það ber lítið í milli. Það er hægt að leysa þessa deilu", sagði Ecclestone i samtali við The Times í morgun. Ecclestone hefur þénað vel á Formúlu 1 og samdi við FIA um sjónvarpsréttinn til 100 ára. Hann var giftur og á tvö börn, en hjónaband hans flosnaði upp vegna mikillar vinnu hans að Formúlu 1 málum. Ecclestone er 78 ára gamall og harður í horn að taka. Hann mætir á flest Formúlu 1 mótin og mörgum stendur ógn af kappanum.
Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira