Villtustu veislur milljarðamæringa í uppsveiflunni 10. júlí 2009 11:13 Börsen.dk hefur tekið saman yfirlit yfir nokkrar af villtustu veislum milljarðamæringa heimsins í uppsveiflunni síðustu árin fyrir fjármálakreppuna á síðasta ári. Milljón dollara koma Elton John í afmæli Ólafs Ólafssonar hér um árið bliknar og blánar í samanburðinum. Þegar breski auðjöfurinn sir Philip Green hélt upp á 55 ára afmæli sitt bauð hann 100 afmælisgestum sínum í 5 daga lúxusferð til Maldiverne eyjanna. Þar var boðið upp á 3.000 flöskur af eðalkampavíni, topplausar súlumeyjar frá öllum heimshornum, 10 metra háa granítstyttu af Buddha sem flogið var sérstaklega til veislunnar og flugeldasýningu sem sást um allar eyjarnar. Green hafði áður vakið athygli fyrir að halda þriggja daga langa toga-veislu á Kýpur í stíl við Caligula og fermingarveislu fyrir son sinn sem kostaði 120 milljónir kr. einkum þar sem Green fékk Beyoncé til að syngja fyrir guttann. Rokkunnandinn David Bonderman, einn af eigendum eins stærsta fjármálafyrirtækis heims Texas Pacific Group, bauð vinum sínum í 60 ára afmæli sitt á Hard Rock hótelið í Las Vegas. Eftir matinn skemmtu bæði John Mellencamp og sjálfir Rolling Stones gestunum en Robin Williams sagði brandara inn á milli. Reikningurinn fyrir herlegheitin hljóðaði upp á rúmar 900 milljónir kr. Rússneski milljarðamæringurinn Andrey Melnichenko elskar konu sína Alexöndru heitt en hún er fyrrum ungfrú Júgóslavía. Þegar hann vildi eiga rómanríska stund með Alexöndru í Frakklandi árið 2005 sendi hann eftir bæði Christinu Aguilera og Whitney Houston til að halda einkatónleika fyrir þau hjónin. Tveimur árum síðar fékk Rússinn Jennifer Lopez til að koma fram í þrítugsafmæli konu sinnar. Ekkert var til sparað þegar sheik Rashid al Maktoum í Dubai stóð fyrir opnunarteitinu á Atlantis hótelinu í ríki sínu en það er í eigu suðurafríska auðmannsins Sol Krezner og kostaði 1,5 milljarð dollara. Veislan sjálf kostaði 20 milljónir dollara eða um 2,6 milljarða kr. Þar af kostaði bara flugeldasýningin um 3 milljónir dollara en hún var stærri og veglegri en flugeldasýningin sem stjórnvöld í Kína efndu til við lok Olympíuleikana þar í landi í fyrra. Aðalnúmer veislunnar í Atlantis var Kylie Minogue en meðal gesta á staðnum má nefna Robert De Niro, MIchael Jordan og Lindsay Lohan. Þegar svissneski auðmaðurinn Steve Schwarzman hélt upp á 60 ára afmæli sitt bauð hann 350 gestum á Park Avenue Armory í New York. Þar var skemmtunin einkatónleikar Rod Stewart en reikningurinn fyrir veisluna hljóðaði upp á tæplega 400 milljónir kr. Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Börsen.dk hefur tekið saman yfirlit yfir nokkrar af villtustu veislum milljarðamæringa heimsins í uppsveiflunni síðustu árin fyrir fjármálakreppuna á síðasta ári. Milljón dollara koma Elton John í afmæli Ólafs Ólafssonar hér um árið bliknar og blánar í samanburðinum. Þegar breski auðjöfurinn sir Philip Green hélt upp á 55 ára afmæli sitt bauð hann 100 afmælisgestum sínum í 5 daga lúxusferð til Maldiverne eyjanna. Þar var boðið upp á 3.000 flöskur af eðalkampavíni, topplausar súlumeyjar frá öllum heimshornum, 10 metra háa granítstyttu af Buddha sem flogið var sérstaklega til veislunnar og flugeldasýningu sem sást um allar eyjarnar. Green hafði áður vakið athygli fyrir að halda þriggja daga langa toga-veislu á Kýpur í stíl við Caligula og fermingarveislu fyrir son sinn sem kostaði 120 milljónir kr. einkum þar sem Green fékk Beyoncé til að syngja fyrir guttann. Rokkunnandinn David Bonderman, einn af eigendum eins stærsta fjármálafyrirtækis heims Texas Pacific Group, bauð vinum sínum í 60 ára afmæli sitt á Hard Rock hótelið í Las Vegas. Eftir matinn skemmtu bæði John Mellencamp og sjálfir Rolling Stones gestunum en Robin Williams sagði brandara inn á milli. Reikningurinn fyrir herlegheitin hljóðaði upp á rúmar 900 milljónir kr. Rússneski milljarðamæringurinn Andrey Melnichenko elskar konu sína Alexöndru heitt en hún er fyrrum ungfrú Júgóslavía. Þegar hann vildi eiga rómanríska stund með Alexöndru í Frakklandi árið 2005 sendi hann eftir bæði Christinu Aguilera og Whitney Houston til að halda einkatónleika fyrir þau hjónin. Tveimur árum síðar fékk Rússinn Jennifer Lopez til að koma fram í þrítugsafmæli konu sinnar. Ekkert var til sparað þegar sheik Rashid al Maktoum í Dubai stóð fyrir opnunarteitinu á Atlantis hótelinu í ríki sínu en það er í eigu suðurafríska auðmannsins Sol Krezner og kostaði 1,5 milljarð dollara. Veislan sjálf kostaði 20 milljónir dollara eða um 2,6 milljarða kr. Þar af kostaði bara flugeldasýningin um 3 milljónir dollara en hún var stærri og veglegri en flugeldasýningin sem stjórnvöld í Kína efndu til við lok Olympíuleikana þar í landi í fyrra. Aðalnúmer veislunnar í Atlantis var Kylie Minogue en meðal gesta á staðnum má nefna Robert De Niro, MIchael Jordan og Lindsay Lohan. Þegar svissneski auðmaðurinn Steve Schwarzman hélt upp á 60 ára afmæli sitt bauð hann 350 gestum á Park Avenue Armory í New York. Þar var skemmtunin einkatónleikar Rod Stewart en reikningurinn fyrir veisluna hljóðaði upp á tæplega 400 milljónir kr.
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira