Viðræður um 22 milljarða hlut Kaupþings í Booker 28. maí 2009 08:49 Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr. Í frétt um málið á Reuters segir að hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partners II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekinn til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. "Okkar skilningur er sá að hluturinn hafi farið úr einu þrotabúi Kaupþings og yfir í annað þrotabú Kaupþings," segir Charles Wilson forstjóri Booker í samtali við Reuters. "Við munum ræða málið við PwC í þessari eða næstu viku." Booker er stærsta "cash & carry" verslunarkeðja Bretlands en eins og nafnið gefur til kynna tekur hún eingöngu við reiðufé en ekki kortum frá viðskiptavinum sínum. Samkvæmt uppgjöri síðasta reikningsárs, sem lauk í lok mars, var hagnaður upp á rúmlega 47 milljónir punda af rekstrinum fyrir skatt. Var þetta aðeins meiri hagnaður en vænst var en sérfræðingar höfðu spáð 42 milljónum punda. Hlutir í Booker hækkuðu um 9% í morgun og er markaðsvirði keðjunnar nú 507 milljónir punda. Wilson segir að hann viti ekki hvað verður um fyrrgreindan 22% hlut Kaupþings í Booker fyrr en málið hefur verið rætt við PwC. Sérfræðingar telja að málinu verði lokið fyrir júlí þegar Booker flyttst á aðallista AIM markaðarins í London. Þess má geta að Baugur átti um tíma 31% í Booker í gengum Merlin en sá hlutur er væntanlega nú í höndum skilanefnda á Íslandi. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr. Í frétt um málið á Reuters segir að hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partners II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekinn til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. "Okkar skilningur er sá að hluturinn hafi farið úr einu þrotabúi Kaupþings og yfir í annað þrotabú Kaupþings," segir Charles Wilson forstjóri Booker í samtali við Reuters. "Við munum ræða málið við PwC í þessari eða næstu viku." Booker er stærsta "cash & carry" verslunarkeðja Bretlands en eins og nafnið gefur til kynna tekur hún eingöngu við reiðufé en ekki kortum frá viðskiptavinum sínum. Samkvæmt uppgjöri síðasta reikningsárs, sem lauk í lok mars, var hagnaður upp á rúmlega 47 milljónir punda af rekstrinum fyrir skatt. Var þetta aðeins meiri hagnaður en vænst var en sérfræðingar höfðu spáð 42 milljónum punda. Hlutir í Booker hækkuðu um 9% í morgun og er markaðsvirði keðjunnar nú 507 milljónir punda. Wilson segir að hann viti ekki hvað verður um fyrrgreindan 22% hlut Kaupþings í Booker fyrr en málið hefur verið rætt við PwC. Sérfræðingar telja að málinu verði lokið fyrir júlí þegar Booker flyttst á aðallista AIM markaðarins í London. Þess má geta að Baugur átti um tíma 31% í Booker í gengum Merlin en sá hlutur er væntanlega nú í höndum skilanefnda á Íslandi.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira