Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og hækkuðu bréf banka og bílaframleiðenda mest. Japanska jenið heldur áfram að veikjast og hefur ekki verið lægra í fimm mánuði en það er jákvætt fyrir bílaframleiðendur þar í landi sem flytja stóran hluta framleiðslu sinnar á markaði erlendis. Bréf Nissan-bílaverksmiðjunnar hækkuðu um þrjú prósent og japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um rúmt eitt og hálft.
Bréf hækkuðu í Asíu
