Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street 14. október 2009 09:01 Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Samkvæmt umfjöllun um málið í Wall Street Journal (WSJ) á starfsfólk í 23 af stærstu bönkum og fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna von á hærri bónusgreiðslum en það fékk árið 2007 þegar þessar greiðslur náðu hámarki. Meðallaun alls starfsfólk í fyrrgreindum fyrirtækjum varða samkvæmt útreikningum WSJ rúmlega 143.000 dollarar eða tæplega 18 milljónir kr. í árslaun í ár. Þetta eru 2.000 dollurum hærri árslaun en árið 2007. WSJ segir að þessar greiðslur endurspegli að bandarískir stórbankar hafi verið snöggir til að finna réttar tekjurleiðir í kjölfar hrunsins í september í fyrra. Samanlögð velta þessara fyrirtækja muni nema 437 milljörðum dollara í ár en hún nam 345 milljörðum dollara árið 2007. Fram kemur í WSJ að bónusmenningin í bönkunum og fjármálafyrirtækjum hafi verið talin ein af orsökum fyrir hruninu í fyrra. Harðari reglur gegn bónusgreiðslum síðan þá virðast aðeins hafa breytt því hve háar þessar greiðslur eru en ekki hvernig þeim er skipt. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Samkvæmt umfjöllun um málið í Wall Street Journal (WSJ) á starfsfólk í 23 af stærstu bönkum og fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna von á hærri bónusgreiðslum en það fékk árið 2007 þegar þessar greiðslur náðu hámarki. Meðallaun alls starfsfólk í fyrrgreindum fyrirtækjum varða samkvæmt útreikningum WSJ rúmlega 143.000 dollarar eða tæplega 18 milljónir kr. í árslaun í ár. Þetta eru 2.000 dollurum hærri árslaun en árið 2007. WSJ segir að þessar greiðslur endurspegli að bandarískir stórbankar hafi verið snöggir til að finna réttar tekjurleiðir í kjölfar hrunsins í september í fyrra. Samanlögð velta þessara fyrirtækja muni nema 437 milljörðum dollara í ár en hún nam 345 milljörðum dollara árið 2007. Fram kemur í WSJ að bónusmenningin í bönkunum og fjármálafyrirtækjum hafi verið talin ein af orsökum fyrir hruninu í fyrra. Harðari reglur gegn bónusgreiðslum síðan þá virðast aðeins hafa breytt því hve háar þessar greiðslur eru en ekki hvernig þeim er skipt.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira