Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum 2. september 2009 08:52 Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons. Eins og áður hefur komið fram skilaði Hamleys töluverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Höfuðástæðan var að salan minnkaði um 12% frá október í fyrra og fram til mars. Hinsvegar hefur þessi þróun snúist við síðan og jókst salan milli mars og júní í ár um 5%. Breska blaðið The Times greindi nýlega frá því að auk þess að opna nýjar verslanir í Jódaníu, Dubai og Dublin á síðasta ári ætlar keðjan að opna verslanir í Glasgow, Leeds, Manchester, Cardiff og Mumbai á þessu ári. Þar að auki eru uppi áform um að setja upp sölustaði fyrir leikföng Hamleys á alþjóðlegum flugvöllum. Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys segir í samtali við Times að það sé mikilvægt að taka aukna útbreiðslu keðjunnar eitt skref í einu. „Síðasta ár var viðburðarríkt hjá okkur," segir Guðjón. „En við tókum ákvarðanir um að straumlínulaga starfsemina." Alasdair Dunn fjármálastjóri Hamleys segir að hið óvenjulega eignarhald á Hamleys hamli þeim ekki. „Bæði Landsbankinn og Fons eru með hagsmuni kröfuhafa í huga og hafa sagt að þeir vilji hámarka virði keðjunnar til lengri tíma litið," segir Dunn. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons. Eins og áður hefur komið fram skilaði Hamleys töluverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Höfuðástæðan var að salan minnkaði um 12% frá október í fyrra og fram til mars. Hinsvegar hefur þessi þróun snúist við síðan og jókst salan milli mars og júní í ár um 5%. Breska blaðið The Times greindi nýlega frá því að auk þess að opna nýjar verslanir í Jódaníu, Dubai og Dublin á síðasta ári ætlar keðjan að opna verslanir í Glasgow, Leeds, Manchester, Cardiff og Mumbai á þessu ári. Þar að auki eru uppi áform um að setja upp sölustaði fyrir leikföng Hamleys á alþjóðlegum flugvöllum. Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys segir í samtali við Times að það sé mikilvægt að taka aukna útbreiðslu keðjunnar eitt skref í einu. „Síðasta ár var viðburðarríkt hjá okkur," segir Guðjón. „En við tókum ákvarðanir um að straumlínulaga starfsemina." Alasdair Dunn fjármálastjóri Hamleys segir að hið óvenjulega eignarhald á Hamleys hamli þeim ekki. „Bæði Landsbankinn og Fons eru með hagsmuni kröfuhafa í huga og hafa sagt að þeir vilji hámarka virði keðjunnar til lengri tíma litið," segir Dunn.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira