Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum 2. september 2009 08:52 Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons. Eins og áður hefur komið fram skilaði Hamleys töluverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Höfuðástæðan var að salan minnkaði um 12% frá október í fyrra og fram til mars. Hinsvegar hefur þessi þróun snúist við síðan og jókst salan milli mars og júní í ár um 5%. Breska blaðið The Times greindi nýlega frá því að auk þess að opna nýjar verslanir í Jódaníu, Dubai og Dublin á síðasta ári ætlar keðjan að opna verslanir í Glasgow, Leeds, Manchester, Cardiff og Mumbai á þessu ári. Þar að auki eru uppi áform um að setja upp sölustaði fyrir leikföng Hamleys á alþjóðlegum flugvöllum. Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys segir í samtali við Times að það sé mikilvægt að taka aukna útbreiðslu keðjunnar eitt skref í einu. „Síðasta ár var viðburðarríkt hjá okkur," segir Guðjón. „En við tókum ákvarðanir um að straumlínulaga starfsemina." Alasdair Dunn fjármálastjóri Hamleys segir að hið óvenjulega eignarhald á Hamleys hamli þeim ekki. „Bæði Landsbankinn og Fons eru með hagsmuni kröfuhafa í huga og hafa sagt að þeir vilji hámarka virði keðjunnar til lengri tíma litið," segir Dunn. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons. Eins og áður hefur komið fram skilaði Hamleys töluverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Höfuðástæðan var að salan minnkaði um 12% frá október í fyrra og fram til mars. Hinsvegar hefur þessi þróun snúist við síðan og jókst salan milli mars og júní í ár um 5%. Breska blaðið The Times greindi nýlega frá því að auk þess að opna nýjar verslanir í Jódaníu, Dubai og Dublin á síðasta ári ætlar keðjan að opna verslanir í Glasgow, Leeds, Manchester, Cardiff og Mumbai á þessu ári. Þar að auki eru uppi áform um að setja upp sölustaði fyrir leikföng Hamleys á alþjóðlegum flugvöllum. Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys segir í samtali við Times að það sé mikilvægt að taka aukna útbreiðslu keðjunnar eitt skref í einu. „Síðasta ár var viðburðarríkt hjá okkur," segir Guðjón. „En við tókum ákvarðanir um að straumlínulaga starfsemina." Alasdair Dunn fjármálastjóri Hamleys segir að hið óvenjulega eignarhald á Hamleys hamli þeim ekki. „Bæði Landsbankinn og Fons eru með hagsmuni kröfuhafa í huga og hafa sagt að þeir vilji hámarka virði keðjunnar til lengri tíma litið," segir Dunn.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent