Þrír útisigrar í úrslitakeppni NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2009 10:52 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh eru komnir í úrslit Ameríkudeildarinnar. Nordic Photos / Getty Images Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Erlendar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Erlendar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira