Dýrasti hundur sögunnar keyptur á 70 milljónir 11. september 2009 11:31 Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Fyrra metið átti Labradorhundurinn Lancelot Encore sem kostaði fjölskyldu í Flórída rúmlega 18 milljónir kr. en þess ber að geta að þar var um klónaðan hund að ræða af fyrri Lancelot sem var í eigu sömu fjölskyldu. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu The Times mun núverandi eigandi Yangtze Fljótið Númer Tvö, frú Wang, hafa leitað í ein tvö ár í Kína að fullkomnu eintaki af þessari hundategund. Er hún fann gripinn var hún staðráðin í að borga hvaða upphæð sem var fyrir hann. Staða Yangtze Fljótið Númer Tvö sem dýrasta hunds sögunnar var svo staðfest þegar ekki færri en 30 limmósínur mættu á Xi´an flugvöllinn til að taka á móti honum við heimkomuna. Þar að auki var búið að safna saman fjölda hundaelskenda með borða sem mynduðu sérstaka móttökunefnd. Hundar eru sívinsælli gæludýr í Kína og af þeim sökum eru ýmsar stórborgir þar í landi nú að íhuga takmarkanir á hundahaldi og banna umgengni hunda á opinberum stöðum. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Fyrra metið átti Labradorhundurinn Lancelot Encore sem kostaði fjölskyldu í Flórída rúmlega 18 milljónir kr. en þess ber að geta að þar var um klónaðan hund að ræða af fyrri Lancelot sem var í eigu sömu fjölskyldu. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu The Times mun núverandi eigandi Yangtze Fljótið Númer Tvö, frú Wang, hafa leitað í ein tvö ár í Kína að fullkomnu eintaki af þessari hundategund. Er hún fann gripinn var hún staðráðin í að borga hvaða upphæð sem var fyrir hann. Staða Yangtze Fljótið Númer Tvö sem dýrasta hunds sögunnar var svo staðfest þegar ekki færri en 30 limmósínur mættu á Xi´an flugvöllinn til að taka á móti honum við heimkomuna. Þar að auki var búið að safna saman fjölda hundaelskenda með borða sem mynduðu sérstaka móttökunefnd. Hundar eru sívinsælli gæludýr í Kína og af þeim sökum eru ýmsar stórborgir þar í landi nú að íhuga takmarkanir á hundahaldi og banna umgengni hunda á opinberum stöðum.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira