Makrílstríð í uppsiglingu milli Noregs og ESB 12. október 2009 14:21 Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi. Á vefsíðu LÍÚ segir að Inge Halstensen, formaður stjórnar samtaka norskra útvegsmanna, Fiskebåtredernes Forbund, sendi Evrópusambandinu tóninn í frétt á vef norska ríkisútvarpsins og segir sambandið „ótraustan samningsaðila." Halstensen vísar til makríldeilu milli Noregs og ESB og segir að þar sem ekki sé hægt að treysta gerðum samningum verði Norðmenn að grípa til þess að hindra aðgang ESB-skipa að norskum veiðisvæðum í Norðursjó og Barentshafi. Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að þarlend stjórnvöld óttist að erfitt verði að hrinda þeirri ákvörðun Evrópusambandsins að vísa 30 norskum makrílveiðiskipum tafarlaust út af svæði undan Hjaltlandseyjum í fyrri viku, þar sem þau töldu sig stunda veiðar í trausti tvíhliða samkomulags ESB og Noregs. Halstensen segir að hefðu útvegsmenn haft minnsta grun um hvað væri í vændum hefði þeim verið í lófa lagið að veiða meira af makríl á meðan hann hélt sig í norskri lögsögu fremur en að elta hann inn í lögsögu ESB. Norskir útvegsmenn telja að þeir muni verða af aflaverðmæti sem svarar til 20 milljarða íslenskra króna standi ákvörðun ESB í málinu óhögguð. Samkvæmt umræddum tvíhliða samningi telja Norðmenn sér heimilt að veiða 153.000 tonn af makríl innan lögsögu Evrópusambandsins en ESB telur að þeim sé aðeins heimilt að veiða 53.000 tonn. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að frá því að Norðmönnum var skutlað út úr ESB lögsögunni þann 2. október s.l. hafi makrílafli norskra fiskiskipa aðeins numið tæpum 7.000 tonnum. Yfir 50 skip hafa verið á veiðunum en lítið fundið af makríl, samkvæmt upplýsingum frá Norska síldarsölusambandinu (Norsk Sildesalgslag). Sjómennirnir ætla þó ekki að gefast upp og vona að makríllinn komi aftur inn fyrir norsku lögsöguna. Rigmor Andersen Eide fulltrúi Kristilegra í efnahagsnefnd norska stórþingsins segir að þar sem ESB hafi brotið samninginn sem í gildi var beri Norðmönnum að gera slíkt hið sama. „Ég tel að við eigum að setja fordæmi," segir Eide. „Það sem ESB hefur gert er að taka lifibrauðið af norskum sjómönnum. Ef ESB vill ekki samninga eigum við að loka okkar miðum fyrir veiðum skipa frá ESB." Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi. Á vefsíðu LÍÚ segir að Inge Halstensen, formaður stjórnar samtaka norskra útvegsmanna, Fiskebåtredernes Forbund, sendi Evrópusambandinu tóninn í frétt á vef norska ríkisútvarpsins og segir sambandið „ótraustan samningsaðila." Halstensen vísar til makríldeilu milli Noregs og ESB og segir að þar sem ekki sé hægt að treysta gerðum samningum verði Norðmenn að grípa til þess að hindra aðgang ESB-skipa að norskum veiðisvæðum í Norðursjó og Barentshafi. Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að þarlend stjórnvöld óttist að erfitt verði að hrinda þeirri ákvörðun Evrópusambandsins að vísa 30 norskum makrílveiðiskipum tafarlaust út af svæði undan Hjaltlandseyjum í fyrri viku, þar sem þau töldu sig stunda veiðar í trausti tvíhliða samkomulags ESB og Noregs. Halstensen segir að hefðu útvegsmenn haft minnsta grun um hvað væri í vændum hefði þeim verið í lófa lagið að veiða meira af makríl á meðan hann hélt sig í norskri lögsögu fremur en að elta hann inn í lögsögu ESB. Norskir útvegsmenn telja að þeir muni verða af aflaverðmæti sem svarar til 20 milljarða íslenskra króna standi ákvörðun ESB í málinu óhögguð. Samkvæmt umræddum tvíhliða samningi telja Norðmenn sér heimilt að veiða 153.000 tonn af makríl innan lögsögu Evrópusambandsins en ESB telur að þeim sé aðeins heimilt að veiða 53.000 tonn. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að frá því að Norðmönnum var skutlað út úr ESB lögsögunni þann 2. október s.l. hafi makrílafli norskra fiskiskipa aðeins numið tæpum 7.000 tonnum. Yfir 50 skip hafa verið á veiðunum en lítið fundið af makríl, samkvæmt upplýsingum frá Norska síldarsölusambandinu (Norsk Sildesalgslag). Sjómennirnir ætla þó ekki að gefast upp og vona að makríllinn komi aftur inn fyrir norsku lögsöguna. Rigmor Andersen Eide fulltrúi Kristilegra í efnahagsnefnd norska stórþingsins segir að þar sem ESB hafi brotið samninginn sem í gildi var beri Norðmönnum að gera slíkt hið sama. „Ég tel að við eigum að setja fordæmi," segir Eide. „Það sem ESB hefur gert er að taka lifibrauðið af norskum sjómönnum. Ef ESB vill ekki samninga eigum við að loka okkar miðum fyrir veiðum skipa frá ESB."
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira