Margt óvænt í ævisögu Vigdísar forseta 7. september 2009 06:30 páll valsson Páll er að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. Páll efast ekki um að margt eigi eftir að koma fólki á óvart við lestur bókarinnar. „Þarna er fjallað mjög ítarlega um hennar uppvöxt, áhrifavalda, mótunaröfl og þau ýmsu áföll sem hún hefur orðið fyrir,“ segir hann. „Ég man eftir því í kosningabaráttunni að þá var talað um að hún hefði fæðst með silfurskeið í munni en það er aldeilis öðru nær. Hennar líf er miklu meiri barátta en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Bókin er skrifuð í þriðju persónu og vinnsla hennar hefur staðið staðið í á annað ár. „Ég reyni að fara í gegnum hennar sögu, forfeður og foreldra, teikna upp baklandið og reyni að svara spurningunni: „Hver er Vigdís Finnbogadóttir?“,“ segir Páll. „Henni er fylgt fram á daginn í dag. Þegar þú skrifar um persónu sem er lífs þá gildir það að nýta kosti þess að hún er ennþá lifandi. Þannig að síðasti kaflinn fjallar bara um stöðu okkar hér og nú, hugleiðingar um hrunið og stöðu Íslands eins og það blasir við okkur.“ Eins og gefur að skilja átti Vigdís samskipti við fjölmarga í embætti sínu, bæði erlenda leiðtoga og innlenda. Páll segist hafa talað við fjölda fólks en vill ekkert tjá sig um hverjir það eru eða hvort þeir fái yfirhöfuð pláss í bókinni. „Ég hef talað við vini, samstarfsmenn og alls konar fólk en þetta eru allt trúnaðarsamtöl,“ segir hann dulur. „En þetta hefur verið mjög mikill lærdómur fyrir mig að kynnast henni svona vel. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni en um leið þá reynir það á.“ -fb Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. Páll efast ekki um að margt eigi eftir að koma fólki á óvart við lestur bókarinnar. „Þarna er fjallað mjög ítarlega um hennar uppvöxt, áhrifavalda, mótunaröfl og þau ýmsu áföll sem hún hefur orðið fyrir,“ segir hann. „Ég man eftir því í kosningabaráttunni að þá var talað um að hún hefði fæðst með silfurskeið í munni en það er aldeilis öðru nær. Hennar líf er miklu meiri barátta en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Bókin er skrifuð í þriðju persónu og vinnsla hennar hefur staðið staðið í á annað ár. „Ég reyni að fara í gegnum hennar sögu, forfeður og foreldra, teikna upp baklandið og reyni að svara spurningunni: „Hver er Vigdís Finnbogadóttir?“,“ segir Páll. „Henni er fylgt fram á daginn í dag. Þegar þú skrifar um persónu sem er lífs þá gildir það að nýta kosti þess að hún er ennþá lifandi. Þannig að síðasti kaflinn fjallar bara um stöðu okkar hér og nú, hugleiðingar um hrunið og stöðu Íslands eins og það blasir við okkur.“ Eins og gefur að skilja átti Vigdís samskipti við fjölmarga í embætti sínu, bæði erlenda leiðtoga og innlenda. Páll segist hafa talað við fjölda fólks en vill ekkert tjá sig um hverjir það eru eða hvort þeir fái yfirhöfuð pláss í bókinni. „Ég hef talað við vini, samstarfsmenn og alls konar fólk en þetta eru allt trúnaðarsamtöl,“ segir hann dulur. „En þetta hefur verið mjög mikill lærdómur fyrir mig að kynnast henni svona vel. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni en um leið þá reynir það á.“ -fb
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira