Massa hótar að hætta í Formúlu 1 8. júní 2009 10:16 Felipe Massa gengur af fundi hjá Formúu 1 keppnisliðum í Tyrklandi. mynd: getty images Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki. "Það er martröð að upplifa deilurnar á milli keppnisliða og FIA. Við erum á þeirri skoðun að það sem Max Mosley er að mælast til að verði gert muni breyta Formúlu 1 í eitthvað allt annað en okkar íþrótt, sem við höfum stundað", sagði Massa um málið. "Við viljum keppa í bestu kappakstursmótaröð sem völ er á. Það þýðir að við séum með öflugustu kappakstursbílanna, mestu tæknina og bestu ökumennina. Að Formúla 1 standi undir nafni. Ef menn ætla að hafa tvenns konar bíla og lið með breyttum reglum þá er illa fyrir okkur komið. Ég mun þá keppa í einhverri annari mótaröð og það sama segja aðrir ökumenn", sagði Massa. FIA fer í vikunni yfir umsóknir 20 keppnisliða sem vilja keppa í Formúlu 1 á næsta ári, en 10 þeirra eru frá liðum sem keppa í ár. Af þeim eru átt lið sem hafa mótmælt fyrirhuguðum reglubreytingum. Sáttafundur er boðaður eftir næstu helgi að sögn Ólafs Guðmundssonar sem ræddi málið á undan beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dómari á Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi um helgina Allt um Felipe Massa Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki. "Það er martröð að upplifa deilurnar á milli keppnisliða og FIA. Við erum á þeirri skoðun að það sem Max Mosley er að mælast til að verði gert muni breyta Formúlu 1 í eitthvað allt annað en okkar íþrótt, sem við höfum stundað", sagði Massa um málið. "Við viljum keppa í bestu kappakstursmótaröð sem völ er á. Það þýðir að við séum með öflugustu kappakstursbílanna, mestu tæknina og bestu ökumennina. Að Formúla 1 standi undir nafni. Ef menn ætla að hafa tvenns konar bíla og lið með breyttum reglum þá er illa fyrir okkur komið. Ég mun þá keppa í einhverri annari mótaröð og það sama segja aðrir ökumenn", sagði Massa. FIA fer í vikunni yfir umsóknir 20 keppnisliða sem vilja keppa í Formúlu 1 á næsta ári, en 10 þeirra eru frá liðum sem keppa í ár. Af þeim eru átt lið sem hafa mótmælt fyrirhuguðum reglubreytingum. Sáttafundur er boðaður eftir næstu helgi að sögn Ólafs Guðmundssonar sem ræddi málið á undan beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dómari á Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi um helgina Allt um Felipe Massa
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira