Norðmenn íhuga olíuleit við Jan Mayen 22. september 2009 09:35 Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni. Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni.
Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira