Button og Raikkönen bítast um McLaren 14. nóvember 2009 10:25 Jenson Button og Kimi Raikkönen börðust á brautinni í ár, en keppast nú um sæti hjá McLaren. Rubens Barrichello er kominn í sæti hjá Williams. mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button heimsótti McLaren liðið á föstudag, en Martin Whitmarsh vill ólmur fá hann til liðsins, en fyrr í vikunni mættu umboðsmenn Kimi Raikkönen á svæðið. Heimsókn Buttons er vísir að því að hann hafi áhuga á sæti hjá liðinu, þar sem samningaviðræður hans við Brawn hafa ekki gengið snuðrulaust. Button vill 6 miljónir punda í laun, en Ross Brawn er aðeins tilbúinn að bjóða honu 3 miljónir samkvæmt fréttum í dagblaðinu The Guardian. Brawn er búið að bjóða Button frjálsari ákvæði varðandi auglýsingar á bíl og búning, svo hann geti aukið tekjur sínar. Raikkönen var áður ökumaður McLaren og Steve og David Robertson eru umboðsmenn hans og ræddu við Whitmarsh á miðvikudaginn. Raikkönen var leystur undan samningi við Ferrari, ári áður en samningi hans lauk svo Fernando Alonso kæmist að hjá liðinu. Hann vill aðeins keppa með toppliði og spurning hvort McLaren sætið freistar eður ei, eða hvort hann tekur sér ársleyfi eða fer að keppa í rallakstri. Sjá meira un samningamál ökumanna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button heimsótti McLaren liðið á föstudag, en Martin Whitmarsh vill ólmur fá hann til liðsins, en fyrr í vikunni mættu umboðsmenn Kimi Raikkönen á svæðið. Heimsókn Buttons er vísir að því að hann hafi áhuga á sæti hjá liðinu, þar sem samningaviðræður hans við Brawn hafa ekki gengið snuðrulaust. Button vill 6 miljónir punda í laun, en Ross Brawn er aðeins tilbúinn að bjóða honu 3 miljónir samkvæmt fréttum í dagblaðinu The Guardian. Brawn er búið að bjóða Button frjálsari ákvæði varðandi auglýsingar á bíl og búning, svo hann geti aukið tekjur sínar. Raikkönen var áður ökumaður McLaren og Steve og David Robertson eru umboðsmenn hans og ræddu við Whitmarsh á miðvikudaginn. Raikkönen var leystur undan samningi við Ferrari, ári áður en samningi hans lauk svo Fernando Alonso kæmist að hjá liðinu. Hann vill aðeins keppa með toppliði og spurning hvort McLaren sætið freistar eður ei, eða hvort hann tekur sér ársleyfi eða fer að keppa í rallakstri. Sjá meira un samningamál ökumanna
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira