Atvinnulausum einstaklingum fjölgaði um 371 þúsund í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Það bendir óhjákvæmilega til þess að vinnumarkaðurinn sé langt frá því að rétta úr kútnum vestan hafs þrátt fyrir marga jákvæða þætti í bandarísku hagkerfi að undanförnu.
Niðurstöðurnar í júlí mánuði sýna að uppsagnir hjá bandarískum fyrirtækjum í síðasta mánuði voru þó færri en á síðustu átta mánuðum. Uppsagnirnar voru þó fleiri en spár höfðu gert ráð fyrir.
Þrátt fyrir vísbendingar um stöðugleika í efnahagslífinu er búist við því að atvinnulausum einstaklingum á bandarískum vinnumarkaði muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum en þó í minna mæli.
Atvinnulausum fjölgaði um rúm 370 þúsund í júlí

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent




Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent