Hannaði bók fyrir Al Gore 7. október 2009 03:00 Hannaði fyrir Gore Hjalti Karlsson segir Gore afar þægilegan mann. Al Gore leitaði til Hjalta og félaga fyrir nýjustu bók sína. „Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore. Hjalti og félagar hans á hönnunarstofunni KarlssonWilker í New York luku nýlega við að hanna bókina Our Choice: How We Can Solve the Climate Crisis eftir umhverfissinnann Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Tvær útgáfur af bókinni koma út í byrjun nóvember, en sú sem Hjalti og félagar hönnuðu er ætluð lesendum í aldurshópnum 10 til 14 ára. „Okkur fannst þetta mjög kúl. Við höfum aldrei unnið verkefni sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan þátt í verkefninu. Hann kíkti á síðurnar sem við vorum að hanna og við sátum fundi með honum. Hann var voða næs. Ótrúlega rólegur gæi.“ Hjalti segir að það hafi verið mjög þægilegt að vinna með Al og að hann væri laus við hroka þótt hann væri fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og hafi hlotið Nóbelsverðlaun. „Hann er rosalega kurteis og kunni að meta allt sem við gerðum. Það var mjög þægilegt að vinna með honum. Hann setti lítið út á verkin okkar.“ Markmið bókarinnar er að hún verði hálfgerð umhverfisverndunarbiblía fyrir bandarísk börn. „Þeir binda miklar vonir við að kennarar, skólar og bókasöfn taki vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir við að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að hanna fyrir börn, en hann er engu að síður mjög sáttur við útkomuna. Hönnunarstofan KarlssonWilker er í helmingseigu Hjalta sem hefur búið í New York síðustu ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína og meðal annars hannað umslög fyrir Rolling Stones, David Byrne og Aerosmith, gert tónlistarmyndband fyrir Lou Reed og unnið fyrir risa á borð við MTV og Puma.atlifannar@frettabladid.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore. Hjalti og félagar hans á hönnunarstofunni KarlssonWilker í New York luku nýlega við að hanna bókina Our Choice: How We Can Solve the Climate Crisis eftir umhverfissinnann Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Tvær útgáfur af bókinni koma út í byrjun nóvember, en sú sem Hjalti og félagar hönnuðu er ætluð lesendum í aldurshópnum 10 til 14 ára. „Okkur fannst þetta mjög kúl. Við höfum aldrei unnið verkefni sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan þátt í verkefninu. Hann kíkti á síðurnar sem við vorum að hanna og við sátum fundi með honum. Hann var voða næs. Ótrúlega rólegur gæi.“ Hjalti segir að það hafi verið mjög þægilegt að vinna með Al og að hann væri laus við hroka þótt hann væri fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og hafi hlotið Nóbelsverðlaun. „Hann er rosalega kurteis og kunni að meta allt sem við gerðum. Það var mjög þægilegt að vinna með honum. Hann setti lítið út á verkin okkar.“ Markmið bókarinnar er að hún verði hálfgerð umhverfisverndunarbiblía fyrir bandarísk börn. „Þeir binda miklar vonir við að kennarar, skólar og bókasöfn taki vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir við að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að hanna fyrir börn, en hann er engu að síður mjög sáttur við útkomuna. Hönnunarstofan KarlssonWilker er í helmingseigu Hjalta sem hefur búið í New York síðustu ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína og meðal annars hannað umslög fyrir Rolling Stones, David Byrne og Aerosmith, gert tónlistarmyndband fyrir Lou Reed og unnið fyrir risa á borð við MTV og Puma.atlifannar@frettabladid.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira