FIH bankinn gaf út skuldabréf fyrir einn milljarð dollara 3. september 2009 08:16 FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent