Massa varpaði fjölmiðlasprengju 15. október 2009 08:41 Felipe Massa, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso í Brasilíu í fyrra. mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira