Milljarðamynd Baltasars hugsanlega tekin á Írlandi 10. janúar 2009 06:00 Baltasar Kormákur kom hingað með bandarískum framleiðendum síðasta haust og skoðaði tökustaði. Nú gæti verkefnið verið í hættu hér á landi og flust yfir til Írlands. Raunveruleg hætta er á því að víkingamynd Baltasars Kormáks verði ekki tekin upp hér á landi heldur verði veigamestu tökurnar fluttar til Írlands. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, samstarfsmaður Baltasars við gerð myndarinnar og framleiðandi hjá True North. Framleiðslukostnaður við víkingamyndina er talinn nema fjórum til sex milljörðum íslenskra króna. Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld að reyna að lokka kvikmyndagerðarfólk til sín með því að hækka endurgreiðslu um fimm prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu og fimm prósent. Leifur óskar því eftir aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum þannig að tryggt sé að myndin verði að mestu leyti gerð hér. „Kerfið á Írlandi virkar þannig að þú leggur 75 prósent framleiðslukostnaðarins inn á sérstakan reikning og ríkið kemur til móts við það með sínum 25 prósentum," útskýrir Leifur. Endurgreiðsluprósentan á Íslandi til kvikmyndagerðar er hins vegar fjórtán prósent. Leifur telur það ekki nógu hátt hlutfall til að lokka stóra erlenda aðila til landsins þrátt fyrir að íslenska krónan hafi hrunið um áttatíu prósent og dollarinn styrkst sem því nemur. „Ef endurgreiðslan væri hærri, þá hefðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn í nægu að snúast. Fyrirspurnirnar eru allavega nógu margar." Leifur tekur skýrt fram að bæði hann og Baltasar muni leggja sitt á vogarskálarnar við að fá kvikmyndina til Íslands. Þeir séu hins vegar ekki peningamennirnir, þeir hafi úrslitavaldið. „Framleiðendurnir hafa mikinn áhuga á því að vinna myndina hér á landi, þeir vilja eiga fundi með ráðamönnum um þessi mál og ætla að koma til landsins í lok mánaðarins." Leifur segir um gríðarleg verðmæti að ræða. Hann áætlar að tvö hundruð störf skapist í kringum myndina en samkvæmt fyrstu áætlunum hefst vinna við hana strax í apríl á þessu ári. „Við skulum átta okkur á því að þessi mynd gæti gert svipaða hluti fyrir Ísland og Hringadróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjáland," segir Leifur. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Össur Skarphéðinsson myndi ekki tjá sig um þetta einstaka atriði. Hann hefði rætt við Baltasar Kormák um þessi mál og við fleiri kvikmyndagerðarmenn. „Það hefur verið farið yfir þessi mál í ráðuneytinu og þau eru til skoðunar. Hins vegar er ekki hægt að lofa neinu," segir Einar Karl. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Raunveruleg hætta er á því að víkingamynd Baltasars Kormáks verði ekki tekin upp hér á landi heldur verði veigamestu tökurnar fluttar til Írlands. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, samstarfsmaður Baltasars við gerð myndarinnar og framleiðandi hjá True North. Framleiðslukostnaður við víkingamyndina er talinn nema fjórum til sex milljörðum íslenskra króna. Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld að reyna að lokka kvikmyndagerðarfólk til sín með því að hækka endurgreiðslu um fimm prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu og fimm prósent. Leifur óskar því eftir aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum þannig að tryggt sé að myndin verði að mestu leyti gerð hér. „Kerfið á Írlandi virkar þannig að þú leggur 75 prósent framleiðslukostnaðarins inn á sérstakan reikning og ríkið kemur til móts við það með sínum 25 prósentum," útskýrir Leifur. Endurgreiðsluprósentan á Íslandi til kvikmyndagerðar er hins vegar fjórtán prósent. Leifur telur það ekki nógu hátt hlutfall til að lokka stóra erlenda aðila til landsins þrátt fyrir að íslenska krónan hafi hrunið um áttatíu prósent og dollarinn styrkst sem því nemur. „Ef endurgreiðslan væri hærri, þá hefðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn í nægu að snúast. Fyrirspurnirnar eru allavega nógu margar." Leifur tekur skýrt fram að bæði hann og Baltasar muni leggja sitt á vogarskálarnar við að fá kvikmyndina til Íslands. Þeir séu hins vegar ekki peningamennirnir, þeir hafi úrslitavaldið. „Framleiðendurnir hafa mikinn áhuga á því að vinna myndina hér á landi, þeir vilja eiga fundi með ráðamönnum um þessi mál og ætla að koma til landsins í lok mánaðarins." Leifur segir um gríðarleg verðmæti að ræða. Hann áætlar að tvö hundruð störf skapist í kringum myndina en samkvæmt fyrstu áætlunum hefst vinna við hana strax í apríl á þessu ári. „Við skulum átta okkur á því að þessi mynd gæti gert svipaða hluti fyrir Ísland og Hringadróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjáland," segir Leifur. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Össur Skarphéðinsson myndi ekki tjá sig um þetta einstaka atriði. Hann hefði rætt við Baltasar Kormák um þessi mál og við fleiri kvikmyndagerðarmenn. „Það hefur verið farið yfir þessi mál í ráðuneytinu og þau eru til skoðunar. Hins vegar er ekki hægt að lofa neinu," segir Einar Karl. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira