Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi 7. október 2009 10:22 Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Valdis Dombrovski forsætisráðherra Lettlands hefur gert tillögu um að bankarnir geti aðeins krafist þess að fá raunverð íbúðanna endurgreitt en ekki hina upprunalegu lánsfjárhæð komi til greiðslufalls hjá íbúðaeigendunum. Í raun þýðir þetta að fólk sem situr nú í yfirskuldsettum íbúðum getur gengið frá þeim og losnað við fasteignaskuld sína, þótt hún sé orðin langtum hærri en verðmæti íbúðarinnar. Þetta kemur fram á börsen.dk. Þegar haft er í huga að fasteigna- og íbúðaverð hefur hrunið um 70% frá því það náði toppinum fyrir tveimur árum síðan má reikna með að mikill meirihluti íbúðaeigenda í Lettlandi sé nú í þeirri stöðu að verðmæti fasteigna þeirra standa ekki undir lánunum sem hvíla á þeim. „Í þessari stöðu hlýtur að vera freistandi fyrir lántakendur með neikvæða eiginfjárstöðu að stoppa afborganir af íbúðalánum sínum," segja Pär Magnusson og Per Grönborg greinendur hjá Danske Bank. Swedbank á nú útistandi 61 milljarð evra í Lettlandi og SEB er með 46 milljarða evra útistandandi þar í landi. Nordea hefur aftur á móti aðeins 3,1 milljarð evra en þriðjungur þeirrar upphæðar er bundin í íbúðalánum, það er ríflega 180 milljarðar kr. Börsen segir að um 70% þeirrar upphæðar sé í hættu á að tapast. Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af lánum Swedbank og SEB er í íbúðalánum. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Valdis Dombrovski forsætisráðherra Lettlands hefur gert tillögu um að bankarnir geti aðeins krafist þess að fá raunverð íbúðanna endurgreitt en ekki hina upprunalegu lánsfjárhæð komi til greiðslufalls hjá íbúðaeigendunum. Í raun þýðir þetta að fólk sem situr nú í yfirskuldsettum íbúðum getur gengið frá þeim og losnað við fasteignaskuld sína, þótt hún sé orðin langtum hærri en verðmæti íbúðarinnar. Þetta kemur fram á börsen.dk. Þegar haft er í huga að fasteigna- og íbúðaverð hefur hrunið um 70% frá því það náði toppinum fyrir tveimur árum síðan má reikna með að mikill meirihluti íbúðaeigenda í Lettlandi sé nú í þeirri stöðu að verðmæti fasteigna þeirra standa ekki undir lánunum sem hvíla á þeim. „Í þessari stöðu hlýtur að vera freistandi fyrir lántakendur með neikvæða eiginfjárstöðu að stoppa afborganir af íbúðalánum sínum," segja Pär Magnusson og Per Grönborg greinendur hjá Danske Bank. Swedbank á nú útistandi 61 milljarð evra í Lettlandi og SEB er með 46 milljarða evra útistandandi þar í landi. Nordea hefur aftur á móti aðeins 3,1 milljarð evra en þriðjungur þeirrar upphæðar er bundin í íbúðalánum, það er ríflega 180 milljarðar kr. Börsen segir að um 70% þeirrar upphæðar sé í hættu á að tapast. Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af lánum Swedbank og SEB er í íbúðalánum.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira