Milljarðabónusar til starfsmanna UBS vekja ofsareiði í Sviss 27. janúar 2009 13:17 Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á e24.no kemur fram að upphaflega ætlaði stjórn bankans að borga starfsmönnum sínum 3 milljarða franka en dró aðeins í land á síðustu stundu. Þegar ljóst varð s.l. haust að stjórnvöld í Sviss þurftu að koma UBS til aðstoðar og láta bankanum í té 20 milljarða franka eða um 2.100 milljarða kr. til að forða honum frá falli urðu uppþot fyrir utan höfuðstöðvar UBS í Zürich og víðar í Sviss. Bónusgreiðslur eru fastur liður í bankasamfélagi Sviss en það virkar eins og rauð dula framan í andlit almennings í Sviss að ætla að verðlauna starfsmenn bankans fyrir það að hafa nær rekið UBS í gjaldþrot. Hver almennur starfsmaður fær tæplega 3 milljónir kr. í sinn hlut en stjórnendur fá snökktum hærri upphæð. Komið hefur fram þverpólitísk og hörð gagnrýni á bónusgreiðslurnar á svissneska þinginu en hún hrekkur af stjórn UBS eins og vatn af gæs. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á e24.no kemur fram að upphaflega ætlaði stjórn bankans að borga starfsmönnum sínum 3 milljarða franka en dró aðeins í land á síðustu stundu. Þegar ljóst varð s.l. haust að stjórnvöld í Sviss þurftu að koma UBS til aðstoðar og láta bankanum í té 20 milljarða franka eða um 2.100 milljarða kr. til að forða honum frá falli urðu uppþot fyrir utan höfuðstöðvar UBS í Zürich og víðar í Sviss. Bónusgreiðslur eru fastur liður í bankasamfélagi Sviss en það virkar eins og rauð dula framan í andlit almennings í Sviss að ætla að verðlauna starfsmenn bankans fyrir það að hafa nær rekið UBS í gjaldþrot. Hver almennur starfsmaður fær tæplega 3 milljónir kr. í sinn hlut en stjórnendur fá snökktum hærri upphæð. Komið hefur fram þverpólitísk og hörð gagnrýni á bónusgreiðslurnar á svissneska þinginu en hún hrekkur af stjórn UBS eins og vatn af gæs.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira